fimmtudagur, maí 26, 2005
Smá blogg!!
Jæja það hefur sko verið mikið að gera hjá mér undanfarið. En í stuttu máli sagt, þá kom mamma eina helgi að hjálpa mér að pakka og svo kom Sindri hingað um hvítasunnuhelgina og við kláruðum að pakka öllu niður, ég flutti svo inn í Lund til Ingu Rutar og bý þar núna í góðu yfirlæti. Dótið okkar fer svo á stað til Íslands í dag:) Já það er bara að koma að þessu. Ég á bara eitt próf eftir sem er á miðvikudaginn og stefni á að setjast upp í flugvél að því loknu og koma mér heim til Sindra. Er farin að hlakka heldur mikið til. Mest hlakka ég samt til að flytja í nýju íbúðina okkar sem við keyptum um daginn í Galtalindinni. En hana fáum við immitt afhenta 4. júní....
Annars er fullt prógram þangað til ég fer heim, kór-grill-partý á morgun, Jagúar eru svo hér í Lundi á laugardaginn, sögusagnir segja líka að Haukur nokkur líffræðingur sé á svæðinu og svo þarf ég að sjálfsögðu að læra aðeins fyrir þetta síðasta próf mitt í skólagöngu minni, ja allavega til þess að það verði það síðast!!
|
Annars er fullt prógram þangað til ég fer heim, kór-grill-partý á morgun, Jagúar eru svo hér í Lundi á laugardaginn, sögusagnir segja líka að Haukur nokkur líffræðingur sé á svæðinu og svo þarf ég að sjálfsögðu að læra aðeins fyrir þetta síðasta próf mitt í skólagöngu minni, ja allavega til þess að það verði það síðast!!
|
sunnudagur, maí 01, 2005
Kveðjustund!!
Var að koma inn eftir að hafa kvatt Sindra og Siggu út á lestarstöð. Já hann Sindri fékk nebblega vinnu hjá eingfjárfestingum Landsbankans í síðustu viku. Hann á að byrja á morgun og því skellti hann sér út til mín á þriðjudaginn. Mikið gaman og mikið gott fyrir mig;) Kallinn varð að fata sig upp fyrir þetta fína djobb... enda voru keypt jakkaföt (í fleirtölu), skyrtur og bindi. Hann ætti að verða rosa fínn núna. En nú er ég aftur orðin ein:( en samt ekki lengi þar sem mamma ætlar að kíkja á mig um næstu helgi og svo kemur Sindri um hvítasunnuna að hjálpa mér að pakka. Þetta ævintýri okkar hérna í Lundi er bara senn á enda!!!
En við erum nú búin að gera margt sniðugt þessa daga sem þau mæðgin voru hjá mér. Fyrst og fremst fékk ég nú heitan mat á hverjum degi og grill í þokkabót, hefur farið lítið fyrir solleiðis undanfarið. En við skellutm okkur svo til Köben á föstudaginn, röltum um Stikið, fórum í Sívalaturninn, kíktum í Kristjaníu og enduðum á því að fara í long night shopping í Fields. Vá hvað var mikið af fólki þar... en við náðum nú að versla aðeins.
Í gær var svo Sist í april hér í Lundi, en þá safnast immit hátt í 20.000 manns í Stadsparken og pick nicka saman. Við fórum með Siggu tengdó þangað að sýna henni fjöldann og hittum svo Íslendingana og sátum með þeim í pick nicki fram eftir degi. Í gærkvöldi grilluðum við svo eins og hálf Svíþjóð og tókum því svo rólega. Tíminn líður allt of hratt þegar maður er með félagsskap og nú sit ég aftur ein í kotinu. Held ég ætti að nýta tímann í það að læra!
|
En við erum nú búin að gera margt sniðugt þessa daga sem þau mæðgin voru hjá mér. Fyrst og fremst fékk ég nú heitan mat á hverjum degi og grill í þokkabót, hefur farið lítið fyrir solleiðis undanfarið. En við skellutm okkur svo til Köben á föstudaginn, röltum um Stikið, fórum í Sívalaturninn, kíktum í Kristjaníu og enduðum á því að fara í long night shopping í Fields. Vá hvað var mikið af fólki þar... en við náðum nú að versla aðeins.
Í gær var svo Sist í april hér í Lundi, en þá safnast immit hátt í 20.000 manns í Stadsparken og pick nicka saman. Við fórum með Siggu tengdó þangað að sýna henni fjöldann og hittum svo Íslendingana og sátum með þeim í pick nicki fram eftir degi. Í gærkvöldi grilluðum við svo eins og hálf Svíþjóð og tókum því svo rólega. Tíminn líður allt of hratt þegar maður er með félagsskap og nú sit ég aftur ein í kotinu. Held ég ætti að nýta tímann í það að læra!
|