<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, mars 20, 2005

Takktakk 

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar allir. Ég fékk ófáar kveðjurnar, alltaf gaman að fá svona kveðjur að heiman. Takk fyrir mig:)

Annars ætla ég að tilkynna það hér með að von er á okkur Lundarbúum þann 31. mars heim á klakann. Við munum dvelja þar og heilsa upp á vini og ættingja og sinna erindum til 6. apríl. Hlakka til að hitta ykkur.
|

föstudagur, mars 18, 2005

Jaeja tad er mikid búid ad ganga á undanfarna daga og tví lítill tími fyrir blogg.
Á föstudaginn sídasta skelltum vid okkur til Kóngsins Köben en tar var búid ad plana ad hitta Eydísi og Pétur Óla. Vid hittum tau í Fields og traeddum med teim búdirnar og endudum svo á ad fá okkur ad borda. Tad vaeri nú ekki frásögu faerandi ef tjónninn hefdi ekki verid sá al tregasti. Helgi Páll litli bródir Pésa panntadi t.d. 3 sinnum bjór en tjóninum, tókst alltaf ad misskilja hann og var alltaf jafn hissa tegar Helgi bad um bjórinn sem aldrei kom. Vid pönntudum líka nanbraud á bordid fyrir okkur 5 og fengum 1 stórt nanbraud á bordid... veit ekki alveg hvernig hann hugsadi tetta, hvort vid áttum ad skipta tví á milli eda hvad.. en tetta var bara til ad lífga adeins upp á tilveruna, gátum hlegid vel ad tessu.

Ég tók svo laugardagsmorguninn snemma tar sem ég var sótt klukkan 6 um morguninn til ad leggja af stad til Gautaborgar. Tar tóku vid kóraefinar fram eftir degi en dagurinn endadi svo á kórtónleikum tar sem 7 kórar frá Köben, Oslo, London, Lundi, Gautaborg og Stockhólmi létu í sér heyra. Tónleikarnir nádu svo hámarki í lokalaginu sem var ad sjálfsögdu tjódsöngurinn okkar. Vá hvad var gaman ad syngja í 150 manna kór tetta flotta lag.
Eftir tónleikana bar svo haldid í kvödverdarbod, ad sjálfsögdu var mikid stud enda ekki vid ödru ad búast tegar 200 Íslendingar búsettir erlendis koma saman. Kvöldid nádi svo hámarki tegar Lundarkórinn vann nafnspjaldakeppnina eftir mjög pólitíska kostningu og fékk ad launum bikar sem var á dansgólfinu tad sem eftir var kvödsins. Vid rifum svo alla upp eldsnemma á sunnudagsmorguninn til ad maeta í morgunmat, fólk var nú svona mis hresst. Sumir áttu nú líka erfidara med ad rata um morgunverdasalinn en adrir en tad er nú bara hressleiki.

Fljótlega eftir hádegi lögdum vid svo í hann enda var von á teim stöllum Eygló og Beggu seinnipartinn. Tad er nú skemmst frá tví ad segja ad búdirnar voru traeddar og hafa eflaust graett ágaetlega á okkur Íslendingunum sem graeddum tó enn meira. En ég takka teim enn og aftur fyrir komuna og líka afmaelisgjöfina sem ég fékk frá teim:) takk fyrir mig stelpur.

Jaeja ég held ég turfi ad fara ad hitta hópinn minn og halda áfram ad vetnisvaeda Svítjód... spurning hvort einhver hefur nennt ad lesa tessa langloku mína.
|

miðvikudagur, mars 09, 2005

Prófið búið. Er nú í svona nokkurnvegin frí fram á mánudag eða reyndar miðvikudag því Eygló og Begga verða hjá mér þagnað til.
Fór á loka kóræfinguna í gærkvöldi fyrir kóramótið. Held bara að fámenni kórinn okkar hafi aldrei verið betri og ekki síst þegar kom að æfingu á skemmtiatriðinu. Held við eigum eftir að slá í gegn í því þó við verðum kannski ekki í aðalnúmer tónleikanna.

Annars erum við á leið til Köben á föstudaginn en planið er að fara eitthvað að boraða með Pétri Óla og Eydísi. Það verðu nú lítið djamm fram eftir nóttu þar sem ég verð sótt hingað heim klukkan 6 á laugardagsmorguninn til að fara til Gautaborgar.
Í kvöld erum við stelpurnar hinsvegar að spá í að skella okkur á Shall we dance, sá nebblega Opru þátt í gær og þar sem þau Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon voru og dem hvað mig langar mikið að sá þessa mynd
|

föstudagur, mars 04, 2005

Kuldinn hér í Lundi er gífurlegur. –11 í morgun þegar við fórum í skólann, sem betur fer er sól sem nær að hita aðeins yfir daginn. Kuldamet voru slegin víða um Svíþjóð í vikunni enda var –39.7°C. Rugl kalt. Svo heyrir maður bara að það sé komið vor á Íslandi!!
Svíar eru ansi undarlegir. Núna virðast þeir halda að það sér kúl að vara í vaðstígvélum í skólanum. Já allt í einu þegar snjóar tekur fólk fram grænu vaðstígvélin en stelpurnar eru samt ekkert að leggja stuttu pilsunum... neinei, vaðstígvél, svartar nælonsokkabuxur og minipils. Passar vel saman ekki satt.
Ég er líka alltaf að komast að því hvað rafmangið hér er ógeðslega dýrt, eins gott að maður fer að flytja aftur upp á klakann þar sem maður á kost á ódýru rafmangi og getur staðið lengi í heitri sturtu án þess að fá samviskubit. Annað mál er hversu mikið sjokk það verður að fara að versla aftur á þessu ágæta landi.

Mér leikur forvitni á að vita hvort um skipulagðan útflutning á Kópavogsbúum til Köben sé að ræða þann 11. mars. Mér finnst bókstaflega eins og ég eigi eftir að þekkja hálfa flugvélina. Með þeirri vél koma Eygló og Begga, Eydís og Pétur Óli en þau ætlum við immitt að hitt og snæða með kvöldverð í Köben, svo var að ég komast að því að Fjóla er líka væntanlega þennan daginn. Merkilegt, ætli Gunnar Birgis liggi á bak við þetta!

Jæja ætla að fara að lesa aðeins um riskanalysering, flokka áhættur og afleiðingar þeirra innan efnafyrirtækja. Skoða flampunkt, självandtändningstemp, brännbarhetsområde efnanna í prócessinu og greina þetta allt með HazOp og Dow Fire and Explotion. Mér finnst þessi orð öll hljóma mjög kúl en ætli það sé ekki bara nördið í mér sem talar nú.
|

þriðjudagur, mars 01, 2005

Það er snjóstormur úti eins og alltaf. Nýju skórnir míni leka... ég á því enga þurra skó. Allt gert til að pirra mig núna. Próf í næstu viku og mér finnst ekkert gaman að þurfa að læra.

Sindri, Inga Rut og Fjalar skellut sér til Danmerkur um helgina til að fylla á bjórinn. Ætti semsagt að vera til eitthvað af honum núna. Við fórum svo í spila-pizzu-bjórkvöld til Einars og Ingu um kvöldið ásamt Fjalari og Önsku.
Um helgin gerði ég líka fystu heiðarlegu tillraunina til að keyra í Lundi. Get ekki viðurkennt að það hafi gengið of vel. Tókst að villast út um allt, rúnta á bílastæðum og sonna, það er alveg endalaust af einstefnum hérna!!
Jæja ég held það sé kominn tími til að fara upp í rúm og kúra undir sænginni minni og hlusta á rokið úti. Grey páskaliljurnar sem voru eitthvað að reka trýnið upp, kennir þeim bara að halda sig á réttum árstíma.

Horfði reyndar á mynd í enskutíma í gær þar sem einhverjir vísindamenn eru búnir að komast að þvi að svín eru gáfaðri en hundar!! Í þættinum var fylgst með 2 svínum sem voru að læra að leika sér í tölvuleik. Merkilegt nokk... en dem hvað fólk getur eytt miklum tíma í vitleysu og fær meira að segja borgað fyrir það. Af hverju í andskotanum er ég í verkfræði... ætti frekar að vera að kenna kindum á playstation!! Niðurstaðan af þessu öllu var semsagt að svín eiga auðvelt með að læra tölvuleiki og því eigum við að hætta að borða þau því þau eru gáfuð.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?