<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 25, 2005

Top model 

Svíar eru ávallt duglegir að apa upp raunveruleikaþættina. Hér er byrjaður þáttur sem heitir Sveriges nästa top model. Ekkert svosem að því nema að stelpurnar sem eru að taka þátt eru svo ofur mjóar... og þá meina ég ofurmjóar!! Með tannstaunglalappir en samt með þessi líka stóru brjóst. Spurning að fá uppskriftina að þessu vaxtalagi!!!!! Mikil umræða er nú í blöðum hvort þessar stelpur séu með anorexíu. Stúlkurnar eru nú staddar í N.Y. en sú sem var send heim síðast þótti of feit.... stúlkan sú er 174 og 60 kg og alveg rosa flott, en hún þótti of íþróttamannlega vaxin og fékk því spark í sinn feita rass upp í næstu vél heim. Einhver læknir hefur gagnrýnt þetta þar sem að meðaltal yfir BMI hjá stelpunum sem eru eftir er 17,4 en miðað er við að ef sú tala er komin niður fyrir 17,5 sé um anorexíu að ræða. Hugsa reyndar að ef maður er 174 og 51kg sé eitthvað að matarræðinu en dæmi nú hver fyrir sig.
|

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Jæja rosalega er ég léleg að blogga!! Það gengur mikið á þessa dagana, þó aðallega í skólanum. Dvel tímunum saman við verkefnavinnu upp í skóla enda ófá verkefnin sem bíða.
Helgin var samt bara sú fínasta. Sigrún systir var hér og tókst okkur að eyða öllum föstudeginum og laugardeginum í búðum. Stúlkan ætti að vera orðin nokkuð vel fötuð eftir þessi búðarráp. Reyndar ekki bara hún þar sem ég held að okkur hafi tekist að dressa upp stóran hluta af fjölskyldunni líka. Fengum neyðarsímtal frá Íslandi á laugardaginn þegar við vorum í H&M og vorum beðnar að kaupa för á litlu frænkur okkar. Að sjálfsögðu fórum við létt með það.
Á laugardagkvöldið var svo skundað á kvennakvöld íslenskra stúlkan í Lundi. Við byrjuðum kvöldið á því að panta pizzu og borða heima hjá Ingu Rut ásmat Önnu Siggu og Björk. Um 9 leitið fórum við svo upp á Delfien barinn, stefnan var svo tekin á bæinn að hitta strákana um kvöldið en við Sigrún skellu okkur bara með seinustu lest heim enda var hún á leið í flug morguninn eftir.

Það fer hinsvegar að styttast í próf hjá mér, sennilega tími til komin að byrja lesturinn. Svo er líka kóramót Íslendingakóra erlendis í Gautaborg 11-12 mars og undirbúningur í fullum gangi. Þegar kóramótinu lýkur munu svo þær stöllur Eygló og Begga kíkja á mig, bíð spennt eftir helstu kjaftasögunum af klakanum.


|

föstudagur, febrúar 18, 2005

Tími heimsókna runnin upp. 

Sigrún systir kom hingað í gærkvöldi. Greyið stelpan stóð allt í einu uppi fatalaus. Að sjálfsögðu varð ég henni til bjargar og bauð henni húsaskjól á meðan á verslun stendur. Hún kom með heilan helling af girnilegum kræsingum með sér, fleiri kg af fiski, skyr, FLATKÖKUR og að sjálfsöðu páskaegg, alltaf gaman að fá sendingu frá ma&pa. En við erum semsagt búnar að þræða allar fatabúðir Lundar í dag og stefnum á Malmö á morgun. Naumast hvað er alltaf hægt að græða á því að versla í útlöndum. Sigrúnu verður síða kippt með á hvítvínskvöld íslenskra kvenna annað kvöld. En þetta er nú bara byrjunum á heimsóknunum. Eftir um 3 vikur koma svo Eygló og Begga í heimsókn til mín, bíð spennt eftir þeirri heimsókn, strax farin að telja niður dagana:) Efast ekki um að búðirnar verði þræddar enn á ný þá daga sem þær stöllur dvelja hérna. Um páskana koma svo litlu frænkur mínar Sólveig Anna og Hilda Björk í skólaferðalag hingað til Lundar, ég vonast nú til að geta fengið að hitta þær allavega svona eitt kvöld. Upp úr miðjum apríl munu svo Heiða og Jón Emil kíkja á okkur skötuhjúin og verður stemmingin væntanlega í betri kantinum. Reikna með að aulahúmorinn eigi eftir að ná hámarki það kvöldið, enda Sindri og Jón Emil saman komnir!!
Ekki veit ég um fleiri heimsóknir eins og staðan er í dag en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Munið bara að ef þið viljið hafa mig góða komi þá bara með flatkökur til mín!!
|

laugardagur, febrúar 12, 2005

Smá pælingar í lok vikunnar 

Faðir minn hættir seint að hneykslast á kunnáttu minni í landafræði. Gegnum árin hefur hún fengið að lúta í minni pokann fyrir áhuga mínum á öðrum vísindum. Reyndar kom Edda Sif með þá ágætu skýringu hvers vegna okkar árgangur er svona slakur í landafræði, kennarar fóru nefnilega í verkfall þegar við vorum í 8unda bekk en það var einmitt þá sem við áttum að læra landafræði!! Ég er nú samt búin að komast að því að Svíar eru mun lélegri en ég í landafræði, ég vissi þó að í Skandínavíulöndunum væri konungsfjölskylda! Ég fæ frekar oft spurningar af þessu taki, seinast á miðvikudaginn:
- Hvað heitir kóngurinn ykkar?
- Eruð þið með kóng eða forseta?
Ætli kennarar hafi líka stundað verkföll hérna!!!
Eins fæ ég oft spurninguna “ biddu hvað eru þið aftur margar milljónir!!!!”. Milljónir hvað! við erum að nálgast 300 þúsundin.
Ég er semsagt búin að komst að því að Ísland er ekki talið jafn mikilvægt og hin norðurlöndin. En ég sem sannur Íslendigur stend mig í stykkinu og uppfræði samlanda mína um kosti og galla þessa frábæra lands, s.s.
- Það er 3 sinnum dýrara að taka taxa
- Þú hjólar ekki á Íslandi – þú keyrir, nei ekki með strætó á þínum eigin bíl
- Nei hjólinum er ekki stolið því þau er búin að vera inni í bílskúr hjá pabba í 10 ár!
- Hitastigið á sumrin er 10°C
- Matur er tvöfalt dýrari
- Nei Íslendingar koma ekki með nesti, það er halló!! Þeir fara á Subway.
- Jú við skjótum hvali en bara til að rannsaka þá.
- Við borðum fisk en hann er dýr.
- Við búum hjá ma&pa eins lengi og við getum
- Við hötum að bíða í röðum þveröfug við Svía sem virðast elska það.
- Á Íslandi er ódýrt rafmagn, og enn ódýrara að nota heitt vatn. Því ákveðum við alltaf að byggja útisundlaugar.
- Allt fræga fólkið elskar landið okkar og stundar að koma þangað.
- Því eru allir Íslandvinir
- Við erum djammarar, ef þú trúir því ekki kíktu þá niður í miðbæ undir morgun á blíðviðris laugardagssumarnót......
- Gætir reyndar séð sama mannfjölda í blindbil einn laugardagsmorgun um miðjan janúar. Klæða af okkur veðrið, við þekkjum það ekki!!
- Landið okkar er fallegt. Engin tré sem þvælast fyrir honum Kára vini okkar.
- Við erum falleg, allavega samanborið við England.
- Við erum rík eða látum allavega eins og við séum það. Besti vinurinn VISA
- Við búum til ný AL-ÍSLENSK orð fyrir allt, veitingarstaður, sjónvarp, sími sættum okkur ekki við nein alþjóðaorð!
- Við erum sérstök enda búum við á eyju þar sem eldur og ís ráða
- Við erum Íslendingar!
|

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Bolla og aftur bolla 

Þá eru báðir bolludagarnir búnir, þ.e. íslenski á mánudaginn og sá sænski á þriðjudaginn. Ég var að sjálfsögðu myndarleg og bakaði bollur á mánudagskvöldið þegar ég fattaði loks að það var bolludagur. Þær voru svo borðaðar með bestu lyst.
Á mánudaginn mætti ég svo hress upp í skóla enda átti að byrja að selja miða á U2 bæði á Parken og Gautaborg en þar munu þessir ágætu piltar spila í lok júlí. Ég taldi mig nokkuð örugga að opna síðuna þar sem miðarnir voru seldir einum og hálfum tíma áður en sala hófst.... En neinei, sörverinn höndlaði bara ekki álagið og því kom bara error aftur og aftur. Ég lá á refresh takkanum þangað til 9:56 en þá gerðist eitthvað stórmerkilegt ég komst í elektroniska röð og var númer 411. Fúff hvað ég var glöð... bauðst til að kaupa miða fyrir vetnishópinn minn og var nokkuð góð með mig. En sú gleði stóð stutt.... næst þegar síða uppdeitaðist var ég númer 8000. Veit ekki hvernig í andaskotanum þessi röð virkaði en ég hoppaði allavega inn og út úr henni í 2 tíma án þess að ná miðum á tónleikana:(

Í gær var svo þriðjudagur = grenjudagar hjá Kristínu Völu. Ég kem nebblega yfirleitt heim úr kór um 9 en immit þá byrja alltaf einhverjar góðar konumyndir í TV-inu. Í gær var When a Man loves a Woman, ég sat semsagt ein fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi, en Sindri forðaði sér inn í herbergi að læra.

Í hádeginu í dag skellti ég mér svo með Ingu Rut í lunch í Kårhuset. Hinn besti matur þar og það sem meira er nokkuð ódýr:) Jæja tími á enskutíma og leikfimi

|

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Viðburðaríkir dagar 

Mikið er nú búið að ganga á hjá okkur undanfarna daga. Fyrst ber nú að nefna brennisteinssýruslysið sem varð hér í Helsingborg á föstudagsmorguninn. En 11 000 tonn af brennisteinssýru láku út í sjó og myndaðist eiturský yfir borginni. Ég held ég verði að þakka fyrir að búa ekki í Helgisngborg, þar var útgöngubann allan föstudagsmorguninn, en ég hef ekki lagt í vana minn að kveikja á viðtækjum áður en ég fer í skólann kl 8 og hefði því bara labbað beint útí haveríið! Þetta fyrirtækið er inn á svæði Kemira en þangað fór ég immit í vettvangsferð fyrir áramót. Ég get nú reiknað með að þurfa að greina þetta ferli frá A-Ö þar sem ég sit kúrs sem fjallar um áhættumat fyrir að svolalagað geti gerst hjá fyrirtækjum eru í efnaframleiðslu.

Á föstudagskvöldið fórum við svo í partý hjá Agli, en þar voru komnir saman nokkrir íslenskir og sænskir krakkar. Að sjálfsögðu var aðeins kíkt á stemminguna í bænum. Gærdagurinn fór nú bara í að sofa og reyna að líta aðeins í bók. Í gærkvöldi fróum við svo til Önnu Siggu en við vorum búin að ákveða að elda með henni. Fjalari og Ásu. Í matinn var gratíneraður lax, rosalega góður. Ég verð nú að viðurkenna að Anna Sigga átti mestan heiðurinn í eldamenskunni. Sátum svo bara á tjattinu fram á nótt.
Í dag hef ég hinsvegar hugsað mér að boxa Sindra sundur og saman og reyna að klára að lesa yfir skýrslu sem ég á að skila eftir helgi.
|

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Áhugasamir nemendur 

Ég held að við hérna á Köpmannagötunni 5B séum áhugasömustu nemendur Lundar Háskóla, allavega getum við ekki beðið eftir að komast í skólann ef marka má gærdaginn.
Dagurinn hjá mér byrjaði á því að ég kom mér upp í skóla um hálf 10, sat að leita að heimildum á bókasafninu og allt í gúddí. Átti svo að mæta á fund klukkan 1, ég beit það hins vegar svo fast í mig að klukkan væri 1 þegar hún var í raun 12 að ég mætti á fundinn þá, sat þarna ein og hneykslaðist á því af hverju krakkarnir mættu ekki, var hálf pirruð meira að segja, fattaði samt ekkert að ég væri klukkutíma of snemma. Komst ekki að því fyrr en ég fékk sms um hálf 2 en þá voru krakkarnir búnir að bíða eftir mér í hálftíma.. Sindri toppaði mig hins vegar þegar hann hringdi í mig um 4 leitið, ég spurði hann hvort hann ætti ekki að vera í tíma. Jújú hann sagðist bara hafa mætt aðeins of snemma.... jamm Sindri mætti semsagt 24 tímum of snemma í skólann. Áhugasamur nemandi þar!!!



|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?