<$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 28, 2005

PM vecka 4 

Smá blogg í lok vikunnar.
Sit hérna og hlusta á Ísland-Rússland ekki er þetta nú að ganga allt of vel hjá okkar mönnum. En nóg um það, búin að vera á fullu í verkefnavinnu alla vikuna. Er að stofna fyrirtæki sem sér 2% af fólksbílum í Svíþjóð fyrir vetni, annars vegar með rafgreiningu á vatni og hinsvegar með hreinsun á naturgasi. Þurfum að hanna ferlin og reikna frá A-Ö, staðsetja vetnisstöðvarnar á hentugum stöðum og reikna út hugsanlegt verð á vetni. Þetta er frekar skemmtilegt verkefni, mest spennandi er þó að við fáum kannski að fara í vettvangsferð til Stokkhólms að skoða vetnisstöðina þar.
Annars er í byrjuð í ensku kúrs sem heitir Enska fyrir verkfræðinga. Mætti galvösk til í slaginn, komst svo að því að ég þarf að þýða setningu frá sænsku yfir á ensku upp á töflu. Demm ég sem valla skildi sumar sænsku setningarnar!! Fengum svo nokkrar setningar út texta sem við vorum búin að lesa og áttum að þýða nokkur ensk tækniorð úr textanum yfir á sænsku, getið rétt ímyndað ykkur hvernig það gekk hjá mér. Orð sem ég vissi tæpast hvað þýddu og hvað þá að vita sænska orðið.
Planið fyrir helgina er ekki mikið, kannski maður reyni að vinna aðeins niður þessa tölvuvinnu sem liggur fyrir. Stefni þó í að boxa Sindra sundur og saman í kvöld og á morgun á æfingu;) ætli verði svo ekki kíkt á barinn annað kvöld, skilst það sé leikur í Enska og svo er Svíþjóð – Króatía strax á eftir stefnir í stemmingu á barnum!! Spurning hvert maður stefnir eftir það gæti endað svona


|

mánudagur, janúar 24, 2005

Helgin að baki 

Jæja helgin liðin og skólinn byrjaður á fullu.. verkefni á verkefni ofan. Reyndar held ég bara að þetta verði nokkuð skemmtileg önn, tími til kominn að maður hafi smá gaman í skólanum!!
Á laugardaginn komu Inga Rut og Einar í mat til okkar. Sindri var búinn að liggja yfir Hagkaupsbókunum sem við fengum í jólagjöf og eldaði þenna líka rosagóða mat handa okkur, var með þríréttað og alles. Ég hjálpaði nú reyndar svolítið til:). Eftir matinn voru spilin svo tekin fram og spilað fram á nótt.

En við Sindri erum loksins búin að finna okkur íþrótt við hæfi... tókum okkur til og skelltum okkur í Box í gær. Vorum semsagt að lemja og sparka í hvort annað í heilar 70 mínútur. Þetta er hörku gaman og geðveikt púl.|

föstudagur, janúar 21, 2005

Tékkid á tessu!! 

Oh my god!! get ekki annad sagt. Hvílíkt gimp. Hvert er heimurinn ad stefna.. hélt ad allt væri á uppleið eftir ad Borgó vann MR í undankeppni Gettu betur en nú virðist allt stefna nidurávið...... Egill titlaður sem pistlahöfundur!! Hver er eiginlega skilgreiningin á Pistli???
Mér finnst þessi skrif teirra á kallarnir.is grátbrosleg, kíkti inn á tetta, þeir halda sig geta sagt til um hvad er í tísku eda ekki...... vita svo ekki hvad keipur eda slá er!! Greinilegt ad ungar og óreyndar Reykvískar stúlkur sem óvart lenda í höndum þeirra og eru enn ekki búnar ad fatta að íslenskur vetur er kaldur og æskilegur klædnadur tví e-d annad en minipils og brjóstin uppúr hafa ekki staðið sig í því ad uppfræða Kallana.is.
Held ég geti seint verid sammála tessum Hnökkum. Mæli samt med ad tid kíkid á myndböndin þeirra... allavega ef tið viljið hlæja ykkur máttlaus. Sumu fólki er hreint ekki við bjargandi, segi ekki meir;)

|

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Komin aftur 

Jæja langt síðan síðast.
Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir öll þau gömlu.
Margt hefur nú drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Jólin voru haldin hátíðleg á Íslandi eins og vant er. Þeim fylgja einnig heill hellingur af boðum þannig maður át alveg á sig gat. Áramótin fylgdu í kjölfarið og áramótapartýið, en vera okkar á Íslandi endaði svo á glæsilegan hátt í brúðkaupi Kjartans og Sæunnar, seint toppað það brúðkaup.
Við skötuhjúin héldum svo til heim til Lundar sunnudaginn 9. en stoppuðum ekki lengi þar sem við skelltum okkur í lest til Stokkólms en ferðinni var heitið í skip sem
sigldi með okkur til Helsinki þar sem við eyddum heilum degi. Sigldum svo til baka um nóttina en þá gekk einmitt seinni stormurinn yfir Svíþjóð... ég fékk að finna aðeins fyrir því.
Deginum var svo eytt á rölti í Stokkhólmi, gamli bærinn skoðaður og höllin en þar sem það rignir alltaf þar sem við Sindri erum að skoða ákváðum við líka að skoða búðirnar, þar rignir nebblega ekki.
Um kvöldið skelltum við okkur svo í glæsi skip sem sigldi með okkur til Tallin í Eistlandi. Skipið var það allra flottasta sem við höfum farið í. Ég gerði mér lítið fyrir og vann limbó keppnina, en um kvöldið var svo dans-show en þar dönsuðu hálf naktar stúlkur í líkjum hinna ýmsu stjarna. Sindra þótti þetta samt mjög viðeigandi klæðnaður og naut þess að horfaJ
Við vorum svo 1 nótt í Tallin... ótrúleg borg þar. Mæli með að fólk kíki á hana sem allra fyrst áður en Evrópsku áhrifin eru búin að yfirgnæfa Sovéttfílinginn þarna, ótrúlegt hvernig fólk hefur mátt þola að búa. Við sigldum svo til Stokkhólms með Rússneskum togara, eða svona næstum því, semsagt ekkert í líkingu við glæsiskipið sem við komum með enda fengum við líka að sjá Rússnesku hliðina af Eistanum um borð þar sem var reykt og drukkið í káetunum og göngunum!


Nú er skólinn hins vegar byrjaður og allt að komast í rútínu aftur. Ég reyni að henda inn nokkrum myndum úr ferðinni við tækifæri.|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?