<$BlogRSDURL$>

laugardagur, desember 18, 2004

Klakinn á mánudaginn 

Kláraði próf í gær, mikill léttir þar. Gærdagurinn og dagurinn í dag eru búnir að fara í að reyna að versla jólagjafir svo það sé nú allt búið áður en við förm heim. Á morgun ef svo meiningin að skella sér til Köben, kíkja á jólamarkaðinn í Tivoli og sjá allar skeytingarnar í stórborginni. Kannski maður kíki líka á eins og eitt kaffihús á Nyhavn og tékki hvort bjórinn hafi nokkuð skipt um bragð síðan seinast.
Annars erum við Sindri væntanleg til Íslands á mánudaginn. Dagskáin er þétt skipuð enda skemmtilegt fólk á ferð. Við sjáum fram á að þetta verði boðajólin hin mestu, byrjar strax á mánudaginn og næstu 2 daga þar á eftir. Við ættum því að koma heim til Svíþjóðar 5 kg þyngri. Eins gott maður verðu ekki rukkaður um yfirvikt!

|

þriðjudagur, desember 14, 2004

1 búið og 1 eftir 

Var að koma heim úr fyrra prófinu, vona að þetta hafi bara gengið ágætlega. Ég fékk leyfi til að skrifa á ensku þar sem ég skrifa ekkert allt of góða sænsku enn. Eftir 5 tíma setu á rassgatinu, mikill þreytu og ofkeyrslu á heilanum fattaði ég hins vegar að ég hafði svarað öllu prófinu á sænsku!! Hitti kennarann fyrir utan og sagði honum ég hefði óvart svarað öllu prófinu á sænsku og vonaðist til að hann myndi skilja hvað ég væri að skrifa um!!!
Spennandi að sjá hver útkoman úr þessu verður!! Kannski gekk mér ekkert svo ágætlega eftir allt saman...

En næsta próf er á föstudaginn.. best að fara að koma sér að efninu, ætla bara aðeins að hofa á Friends áður.

|

föstudagur, desember 10, 2004

American next top model 3 

Bara að lofa ykkur að vita að það er byrjað hérna úti... Ég sit semsagt sem fastast á miðvikudögum milli 8 & 9..

Komin tími til að hætta að læra í kvöld og horfa aðeins á sjónvarpið áður en maður leggur sig. Við erum annars búin að bjóða Ingu Rut í íslenskan fisk annað kvöld. Ummm hlakka rosa til. Sindri fær það hlutverk að finna góða uppskrift og sjá um að elda ofaí okkur meðan við stöllur sitjum sveittar við lesturinn!

|

miðvikudagur, desember 08, 2004

Helgin og lærdómur!! 

Á laugardaginn var árlegt jólaball Íslendingakórsins hér í Lundi. Að sjálfsögðu var mikið stuð eins og vani er þegar fullt af fullum Íslendingum kemur saman:) Í kvöldmat var hangikjöt og uppstú sem féll að sjálfsögðu í góðan farveg enda langt síðan maður hefur ferngið svoleiðis góðgæti. Kórinn um þessa skemmtun frá A-Ö, matinn, boðhald, þjónustu, barinn og að sjálfsögðu skemmtiatriðin, en þess bera að geta að við fórum á kostum í því hlutverki. Þema kvöldsins var Villta verstrið og kúrekarnir.
Gestir voru því boðnir velkomnir í Kántríbæ með tilheyrandi skreytingum. Stór hluti kórsins var eftrilýstur fyrir hina ýmsu glæpi s.s. sauðaþjófnað, vopnað bankarán, hávaðamengun, vændi og að sjálfsögðu voru góð fundarlaun í boði. Við stelpurnar í kórnum fórum svo á kostum í Ladda laginu Roy Rodger. En semsagt mjög skemmtilegt kvöld.

Við hefur tekið mikill lærdómur, reyndar hefur kvefpest aðeins verið að skemma fyrir mér en hún veldur því að ég á erfitt með svefn á næturnar. Ekki gott þegar maður þarf að læra mikið!! En ég er semsagt í prófum á þriðjudag og föstudag í næstu viku. Sé semsagt fram á skemmtilega 9 daga til viðbótar.

|

föstudagur, desember 03, 2004

Ég er orðin fíkill!!! 

Sindri heldur því fram að ég sé orðin fíkill.... Hann hefur fyrir sér í því að ég engist um, verð eirðarlaus og byrja loks að skjálfa. Jú sennilega er þetta satt hjá honum. En ráðið er bara að gefa mér rúsínur, þá verð ég sæl og ánægð aftur.. Ég er semsagt rúsínufíkill!!

2 vikur þangað til ég verð búin í prófum... ein vika eftir í kennslu. Semsagt nog að gera núna, er að reyna að lesa upp allt efnið og sé því fram á svefnlitlar 2 vikur. Við erum svo væntanleg á klakann í kringum 20. des. og munum dvela þar í tæpann mánuð. Þann mánuðinn ætla ég að nota til að sofa... þeir sem vilja hitta mig verða að vera í sambandi sem fyrst svo ég geti stillt vekjarann.
Maðurinn á víst að eyða 1/3 hluta ævinnar í svefn, síðan ég byrjaði í verkfræðinni, semsagt fyrir 3 og 1/2 ári hefur lítið farið fyrir þessum svefni hjá mér. Ég tel mig því eiga inni dágóðann svefn. Spurning hvenær maður geti tekið hann út..

Kórinn heldur árlegt 1. des ball á morgun. Við stelpurnar erum búin að æfa alveg einstaklega flott atriði sem er í stíl við þema kvöldsins. Stuðið hefst um 7 með íslenskum mat.. ummm lambakjöt. Svo syngur kórinn, happdrætti með glæsilegum vinningum og að lokum verður svo ball... búið að smala saman öllum þeim sem kunna á hljóðfæri á svæðinu svo við getum nú dansað aðeins. Ég sé farm á mikið stuð enda ekki við örðu að búast þegar 100 Íslendingar koma saman og skemmta sér.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?