<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 30, 2004

Byrjað með trompi 

Jæja skólinn byrjaður og ég byrjuð að hreifa á mér rassgatið aftur.
Mætti í tíma í morgun, lífefnafræði - reactor... ferlis hönnun (veit ekki alveg hverig á að þýða þetta) djö.. hefði átt að taka lífefnafræði í fyrra! En allavega komst ég að því að Snorri nokkur Arnarson á víst að vera með mér í þessum tíma, hann mætti reyndar ekki í dag vona bara að hann láti sjá sig, gaman að fá einn útlending í bekkinn og ekki verra að það sé Íslendingur. Líst annars ágætlega á þennan kúrs.
Hinn kúrsinn minn er líka rosa fínn, Kemisk processteknologi. Kennarinn er svona gamall afi voða góður og alltaf að slá um sig með bröndurum, mis góðum;) En allavega þá kom kallinn með tillögu, að við mætum 75% í tíma, klárum 4 stór skilaverkefni, 2 forritanir og eitt lokaverkefni og þá náum við kúrsinum, ef við hins vegar viljum hækka einkunnina okkar þá meigum við taka próf. Tillagan var samþykkt einróma, undarlegt! Þarf semsagt ekki að taka próf... jeyiii

Ég er ekkert í skólanum á morgun, er því að sötra bjór og horfa á TV-ið núna

|

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Verslunarferð í Fields 

Við Sindri skelltum okkur í verslunarferð til Köben eða öllu heldur í stóra molið Fields. Völdum reyndar ekki alveg daginn í verslunarferð þar sem það var glampandi sól og hiti úti og þar af leiðandi óbærilega heitt inni í þessu moli. En ég get sko mælt með þessum stað til verslunar.... váaa það er sko mikið af búðum þarna H&M með ótrúlega flotta búð, Zara og svo allar hinar búðirnar sem ég man ekki hvað heita.
Við enduðum daginn svo á því að birgja okkur upp af áfengi fyrir önnina, kíktum í risa stóra alltmugligt búð sem tekur svona 1/4 af molinu (sem bæ þe vei er stærsta mol í skandinavíu). Við löbbuðum svo út úr Fields 2 skópörum, bolum, 6 rauðvínsflöskum, 2 hvítvínsflöskum, 1 rósavísflösku, baileys og 36 bjórum ríkari. Bara svona fyrir ykkur sem stödd eruð á íslandi og verslið í ríkinu þá kostaði allt þetta áfengi innað við 500 kr dk!!
En hvernig komum við þessu heim???? Jú við Sindri erum svo sniðug, fjárfestum í svona lítilli flugfreyjutösku um daginn og kipptum henni með okkur, skelltum svo bara dótinu í töskuna og trilluðum upp í lest, sniðug;)

Jæja skólinn hjá mér byrjar á morgun, byrja bara í rosa prógrammi strax, er til 4 á morgun í skólanum.
Var ótúrlega sniðug og valdi mér einn kúrs á ensku, held reyndar að það sé frekar óvinsæll kúrs þar sem 7 manns voru skáðir í hann! jæja þetta kemur allt í ljós á morgun.

|

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Smá fréttir af fríinu 

Þriðjudagurinn síðasti fór í Köbenferð. Takið eftir... í þessari ferð var sko ekkert farið á Strikið, alveg satt. Við vorum hins vegar túristar og skoðuðum okkur um í borginni, fórum í siglingu á vötnunum sem var einnig einskonar sightseeing. Sáum litlu hafmeyjuna og fleira skemmtilegt. Auðvitað var svo sest niður á Nyhavn með einn öllara. Um 6 leitið brunuðum við svo með nýja Metróinu í Köben til Snorra og Thelmu en þar var okkur boðið í kvöldmat. Áttum frábært kvöld með þeim. Takk fyrir okkur.
Þegar fór að líða á kvöldið og að líða að heimferð hjá okkur kom þetta rosalega þrumuveður.. það var sko ekki nokkur leið að fara út fyrir hússins dyr án þess að verða holdvotur og þrumurnar og eldingarnar!!! Jæja en við komumst heim þrátt votveðrið sátt eftir Köbendaginn okkar.

Kvöldið í kvöld er búið að fara í að bæsa rúmið okkar... orðið rosa flott:) Ég ber þess hins vegar merki að hafa verið að bæsa, með brúnrauðar hendu eins og er!

Á morgun fer ég svo á fund upp í skóla, þá fæ ég að vita hvaða kúrsa ég á að fara í (ekki seinna vænna enda byrja ég á mánudaginn) og hvort ég fái allt metið á milli skólanna, allir að krossa puttana fyrir mig.

|

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Ævintýraferð til Lomma 

Í gær fórum við í mikla ævintýraferð á hjólunum okkar yfir í strandbæinn Lomma. Það tekur ekki nema um 15 mín að hjóla þangað. Við hjóluðum á ströndina, skoðuðum sumarhúsahverfið og fórum í minigolf, tölum ekkert um það hver vann! Svo hjóluðum við niður á höfn... sáum fullt af skútum, litlar og stórar, og snekkjur. Við voum reyndar ekki með nesti og nýja skó með okkur eins og í alvöru ævintýraferðum, heldur settumst á kaffihús á höfninni í sólinni en þar höfu geitungar immit meiri áhuga á að borða matinn minn en ég sjálf!

Við fengum svo að vita að rúmið okkar í IKEA væri komið, brunuðum inn í IKEA og keyptum það. Gærkvöldið fór svo í að setja það saman, hver segir að IKEA sé einfalt!!! En við erum allavega hætt að sofa á gólfinu jeyiiii loksins.

Jæja er að fara til Köben núna, ætla að reyna að skoða e-ð annað en Strikið að þessu sinni, förum svo í mat til Snorra frænda hans Sindra í kvöld.

|

föstudagur, ágúst 20, 2004

Manchester United vs. Liverpool 

Jújú fólks... ég er á leiðinni, 20 sept á Old Traffort. Ég tel mig í framhaldi af þessu vera bestu kærustu í heiminum þar sem þetta er ammælisgjöfin hans Sindra. Við förum til Manchester þann 18. sept og verðum þar 3 nætur, skoðum völlinn, safnið, bíóið og fullt fullt fleira. Reyndar var nú meiningin að reyna að fara á ManU vs. Chelsea en þar sem sá leikur er ekki fyrr en í arpíl varð þessu fyrir valinu, reyndar ekki af verri endanum.

En annars er ég búin í þessu blessaða prófi, það var helv. erfitt! Gef ekki meir út á það.
Sindri kom líka í gær, ég dró hann beint inn til Malmö þar sem Malmöfestival er í gangi. Vá... það var sko mikið af fólki, bærinn var svona álíka pakkaður og á góðviðris 17. júní í Reykjaví nema Malmö er mikið stærri en Reykjavík. Allar götur eru lokaðar í miðbænum og barir í tjöldum með lifandi tónlist út á götunum, það eru 2 tívolí á svæðinu, 2 risasvið þar sem heil Sinfonía getur spilað (sáum immit rokkóperu með Sinfó í gærkvöldi). Það eru litlir sölubásrar út um allt á göngugötinni sem selja ýmist mat eða smádót og svo eru að sjálfsögðu allir veitingarstaðir með borð og stóla út á götu. Veðrið lék líka við okkur enda var hitinn yfir 20 gráðum í nótt. Í kvöld er svo lokakvöld festivalsins og að sjáfsögðu endar þetta með stórri flugeldasýningu. Ég held það skipt litlu máli þó við missum af menningarnótt í Reykjavík þar sem við fáum sko menningarvikur hér! Verðum ofurfull af menningu eftir þetta:)


|

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Til hamingju með afmælið Eygló 

Ég vil bara nota tækifærið og óska henni Eygló til hamingju með 23 ára afmælið.

Annars eru 18 tímar í próf hjá mér og það sem enn skemmtilegra, það eru 23 tímar í að ég sé laus úr prófinu. 23 tímar í að Sindri komi til Hjärup og 23 tímar í að formlegt sumarfrí mitt hefjist!

Jæja bækurnar bíða... niðurbort á fjölliðum, my favourite!!!

|

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Einmanna barn 

Hvað er málið eiginlega... maður er hérna einn út í heimi, bíður eftir að fólk komi heim úr vinnunni svo maður geti talað við einhvern. En nei það er bara enginn inni á Skype. Það er ekki eins og það sé gaman að vera hérna einn:(
Edda mín ég skil þig vel, er stolt af þér að hafa þraukað allan þennan tíma, ég er þó allavega með netið til að stytta mér stundir. Ég er svo illa haldin að ég hef sjónvarpið á til að heyra mannamál... alveg sama þó það sé á sænsku og fréttir í þokkabót!
En Sindri minn kemur á fimmtudaginn og þá verður gaman jeyiii, Malmöfersival á fimmtudaginn og föstudaginn, svo er það bara Köben, Tivoli, versla, og versla aðeins meira, IKEA ferð (svona til að viðhalda svíanum í manni) og jú að lokum byrjar skólinn.

|

Djöfullsins raki!!! 

Ég er nú ekki vön að vera mikil óhemja í hita eða heitum löndum, yfirleitt líður mér bara vel, nema núna.... ég taldi mig nú ekki vera stadda í mjög miklu sólarlandi þrátt fyrir ég viti nú að sumrin séu fín hér. En núna pirrar þessi hiti eða þá öllu heldur rakinn mig ótrúlega....
Ég fór í sakleysi mínu að sofa í gærkvöldi... fór í náttfötin mín og skreið svo undir dúnsængina mína.. ummm hvað ég var búin að sakna hennar, en neinei ég svaf sko ekki með hana ofaná mér enda hitinn úti yfir 20 gráður... blankalogn og raki í kringum 70%, nóttin fór semsagt í það hjá mér að reyna að fá líkamann til að kontrólera þennan hita sem var inni í herbergi hjá mér..
Svo byrja ég að læra í morgun, hita mér kaffi til að vakna betur, ég er rétt byrjuð að drakka kaffið mitt þegar ég byrja að svona þessi ósköp, bakið klístrað, svina meira að segja í olnbogabótunum, það vesta er samt að blýanturinn verður klístarður í höndunum á mér!
Þýðir víst ekki að kvarta og kveina, enda held ég að þetta færi lítið í taugarnar á mér ef ég væri ekki að læra, sennilega er það bara það sem pirrar mig.
Háttatími, góða nótt


|

mánudagur, ágúst 16, 2004

Opnun eftir sumarleyfi 

Jæja núna er ég komin heim, það er að segja heim til Svíþjóðar. Sit hér í ógeðslegum raka og 25°c að reyna að lesa í bók!
Af mér er lítið annað að frétta en ég er að fara í próf á fimmtudaginn og svo tekur við 10 daga frí áður en skólinn byrjar. Ég er að byrja í framhaldsnámi í efnaverkfræði - process design núna í haust. En áður en byrjað verður að takast á við þá vinnu ætlum við Sindri að skoða okkur aðeins um hér í Lundi, Malmö og Köben. Njóta lífsins svona í nokkra daga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?