<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 29, 2004

Ég tel mig hafa verið nokkuð duglega í gær... hjólaði yfir 30 km, eða semsagt út í álver og til baka aftur. Verðu nú samt að viðurkenna að hraðsperurnar hafa alveg gert vart við sig, samt í öxlunum en ekki í löppunum, það mætti halda að maður hefði notað hendurnar til að hjóla!!! Ég var allavega mjög stolt af sjálfri mér:)

Lífið hér á Íslandi er nú frekar skrýtið.... enginn Sindri og einhverra hluta vegna finn ég mér ekkert að gera... held ég verði að fara að bæta úr því, hirnjga í einhvern og biðja hann/hana að koma út að leika. Annars verður örugglega kíkt á lífið í miðbæ Ryekjavíkur í kvöld.

Jæja ætla að reyna að koma mér að gera e-d, kíkja í bæinn eða eitthvað.
Hej då
|

fimmtudagur, maí 27, 2004

Lykt af heita vatninu!!!
Hversu mikill útlendingur er maður orðinn ef maður finnur þessa lykt af heitavatninu sem allir útlendingar tala um þegar maður fer í sturtu!!! Bara eins og maður sé að þvo sér upp út prumpuvatni.... allavega er lyktin þannig:)

Allavega er ég komin á klakann, byrjuð að vinna. Tek þá í heilsa og hreyfing á morgun og ælta að hjóla í vinnuna... já og til baka líkt, semsagt e-ð um 30 km.. Hér er e-r keppni milli fyrirtækja og skilst mér að keppnin sé hörðust milli Alcan og Flugleiða, maður verðu að leggja sitt af mörkum.
|

miðvikudagur, maí 26, 2004

Ég er á leiðinni.. 

Alltaf á leiðinni....
Jæja best að fara að koma sér á stað út á Kastrup.
|

mánudagur, maí 24, 2004

1 búið og 1 eftir 

Var að koma heim úr varmaflutningsfræðinni... vona að þetta hafi gengið hjá mér:) ætla ekkert að vera með neinar yfirlýsingar hér... alltaf sárt ef illa fer:(

En það þýðir ekki að slappa af, próf í fyrramálið... ég er að sjálfsögðu drullu þreytt sökum mjög svefnlítillar nóttar... einhverra hluta vegna gat ég bara ekki lokað augunum í gærkvöldi, og ef þau lokuðust þá sá ég varmageislanir út öllum áttum ásamt dorp-wise þéttingu og að sjálfsögðu var þetta allt saman í e-u stóru flóknu sambandi sem þurfit að..... og já ekki meir um það.

Núna er það besti vinurinn minn þessa dagana KAFFI sem er að reka mig af stað. Kaffið er orðið fúlt á því að ég sitji hér og bloggi er meira að segja farið að kólna! Verð því víst að fara að sinna því!!!
|

föstudagur, maí 21, 2004

Til Lukku Agnes 

Ætla að nota tækifærið og óska henni Agnesi til lukku með áfangann, en stelapan er að útskrifast út MK í dag. Góða skemmtun í kvöld stelpur, ég hugsa til ykkar:)
|

4 dagar í próflok 

Þetta fer að styttast, uff hvað ég hlakka til. Samt undarlegt hvernig heilu dagarnir geta bara horfið þegar maður er að læra, maður ætlar að gera svo mikið... en nei klukkan er bara allt í einu að nálgast miðnætti... þetta gerðist sko hjá mér í gær. Ekki það að ég hafi skemmt mér svona vel yfir fjölliðunum nei síður en svo!!
|

fimmtudagur, maí 20, 2004

Útskriftarferðir
Djöfull er leiðinlegt að skoða bloggsíður hjá verkfræðikökkum núna... það er allir farin í útskriftarferðir til Asíu.
Vélin í Malasíu og byggingin í Kína og ég er að lesa fyrir próf... af hverju gat ég ekki valið mér e-ð nám sem ég gat klárað á Íslandi! Þá væri ég búin í prófum núna og væntanlega stödd í Asíu.
|
Styttist í próf
5 dagar í próf núna... varmaflutningsfræði á mánudaginn og material og pólýmerfræði á þiðjudaginn. Já og það er allavega komið í ljós að ég fæ seinnaprófið ekki á ensku, verða að taka taka það á sænsku (fæ reyndar að skrifa á ensku) og ég fæ heldur ekki að hafa orðabók með mér! Þetta verður e-d fróðlegt held ég.... jæja ég vona bara það besta, reyndar er ég með 2 gömul próf og skil nánast allt á þeim þannig ég vona að þetta reddist:) Verður allavega að gera það ef ég ætla að útskrifast í sumar..

Annars er lítið að frétta héðan, sit bara og læri langt fram á nótt núna. Veðrið er heldur ekkert búið að vera neitt sérstakt, rok og alles, reyndar spáir aftur góðu um helgina:)

En annað.. núna er búið að sýna seinasti þáttinn í Sex and the City, snilld... þetta eru snilldarþættir. Uff hvað ég ætla sko að eignast alla þættina á DVD.

|

þriðjudagur, maí 18, 2004

8 Dagar í próflok
Núna er loksins öllum fyrirlestrum og skilaverkefnum lokið hjá mér... við tekur próflestur:( Kláraði í dag kynningu á verkefninu okkar sem fjallaði um ljósdíóður. Djöfull er erfitt að halda fyrirlestur á öðru tungumáli en sínu eigin... þrátt fyrir að maður hafi lesið allt þetta efni 100 sinnum þá bara standa þessi blessuðu færðiorð bara alltaf í manni.. komst nú samt klakklaust út úr þessari kynningu.
En hvers á maður að gjalda! Ég held ég verði að koma mér til enskumæandi lands eða koma mér í enskutíma...

En annars var dagurinn ágætur. 20 stiga hiti og sól þannig ég skellti mér út og las pólýmerfræði í góða veðrinu... mundi meira segja eftir að bera á mig sólarvörn, en neinei það dugði ekki til.. bringan á mér er nokkuð vel grilluð verð ég að segja. En ég tók samt lit, en ekki Sindri, ég valdi bara rauða litinn því mér finnst hann svo fallegur!

Í kvöld fórum við svo út að borða á Grískann veitingarstað til að fagna því að Sindri náði prófinu sínu með glæsibrag:) Maturinn bragðaðist með eindæmum vel og get ég fyllilega mælt með þessum stað fyrir þá sem leggja leið sína til Lundar.
En auðvitað var svo haldið áfram að læra að mat loknum, núna ætla ég að fara að koma mér í háttinn svo ég verði hress fyrir pólýmerur á mrogun.
|

laugardagur, maí 15, 2004

Djöfull er þetta leiðinlegt!!!
Mér leiðist mest.... það er svo leiðinlegt að lesa þessa efnisfræði og ég er ekki enn byrjuð á pólymerhlutanum sem er sko enn leiðinlegri. Ég er mjög góð í að finna mér afsökun til að kíkja á netið, til dæmis að kíkja á allar bloggsíðurnar einu sinni enn í dag og vona að einhver nenni að blogga (sem enginn nennir auðvitað þar sem allir eru búnir í prófum og að gera e-d mikið skemmtilegra).
En það er alvega að koma að því að við förum að grilla... ummmm og svo verður maður að gera sig reddý fyrir kvöldið.
|

föstudagur, maí 14, 2004

Góður verslunardagur á enda
Dagurinn byrjaði á því að ég skellti mér upp í skóla að læra, reyna að klára þetta blessaða hönnunarverkefni í varmaflutningsfræði, ekki tókst það nú, en allavega þá gerði ég líka soldið sem er mikið skemmtilegra. Versla
Hitti Sindra á lestarstöðinni um hádegi, við fengum okkur að boða og ákváðum svo að skella okkur í Nova Lund (molið hér). Verð nú bara segja að afköstin hafi verið í betra lagi. Jakkaföt, pils, bolir og sitthvað fleira. Við ættum allavega að vera ágætlega dressuð fyrir allar þær veislur sem bíða okkar í sumar s.s. útskriftir, brúðkaup, ammæli og fleira í þeim dúr.
Sökum þessarar óvæntu verslunarferð okkar misstum við að konunglega brúðkaupinu..... reyndar reddaðis það þar sem danska sjónvarpið sýnir þetta aftur og aftur núna í allt kvöld, held ég sé búin að sjá allt sem ég þurfti að sjá... semsagt alla kjólana sem drottningar og prinsesur heimsins príddust í dag.

Jæja held ég fari að koma mér að læra núna... pásan búin að vera aðeins of löng! Gengur ekki.... maður verður að vera duglegur svo maður geti tekið sér frí á morgun þegar Söngvakeppnin er....
|

þriðjudagur, maí 11, 2004

Eurovision á laugardaginn
Ég held það verði aldeilis gaman að vera í Eurovision landinu þegar þessi merki viðburður á sér stað. Allavega heyrir maður að sænska laginu sé spáð sigri!
Allavega erum við að fara í partý hjá Íslendingum í Lundi. Verður stuð held ég. Þeir sem vilja kíkja á lögin annað hvort sænska eða íslenska geta séð myndböndin hér (ítið á multimedia lounge) sænska gellan okkar singur lagið "It hurts" og veður í enn styttri bleikum kjól laugardaginn.
|
Á klakann 26. maí
Já það er komið á hreint, ég kem heim 26. maí skil Sindra einann eftir hér í Svíþjóð að klára ritgerð. Ég verð nú að viðurkenna að ég er farin að hlakka soldið til að hitta alla... væri samt alveg til að vera hér í sumar í góða veðrinu.

Héðan er nú samt lítið að frétta núna, byrjuð í próflestir er að lesa efnisfræði daginn út og inn núna, ekkert rosa gaman. Við erum reyndar byrjuð að hlaupa á fullu... ógggo dugleg maður eða allavega ég, dreg Sindra áfram:)

Annars var ég að frétta að hún Agnes væri að fara að útskrifast 21. maí. Ég er nú frekar fúl að fá ekki að mæta í veisluna.. hef trú á því að mikið verði "festað" (maður er orðinn svo sænskur að maður er farinn að nota sænsk orð fyrir partý). En ég óska henni innilega til hamingju með áfangann.

Hej då í bili
|

sunnudagur, maí 09, 2004

Þrumur og eldingar
Eftir allan þennan hita sem búin er að vera hér undanfarið kom að sjálfsögðu eitt gott þrumuveður. Við vorum nú bara soldið heppin að vera ekki úti að hlaupa.... vorum nebblega á leið út þegar þessi líka rosalega rigning byrjaði! Semsagt ekki mikið haupið í dag, verður bætt úr því á morgun maður verðu víst að hlaupa af sér slenið áður en maður lætur sjá sig á klakanum.

Auglýst eftir verslunarfélaga!
Mig bráð vantar einhvern til að koma með mér að versla. Sindri er ekki alveg að standa sig í þessu núna... nennir ekki að hanga með mér í H&M. Því eru allir þeir sem eru tilbúnir að skreppa í smá búðarráp velkomnir.

Helgin
Þessi helgi var með rólegra mótinu, eyddi föstudagskvöldinu í eina ágæta stærðfræðiútleiðslu, létt varmaflutningsfræði eða svo... ekkert jafnast á við eina slíka haaa.. En já við erum semsagt búin að læra alla helgina, ekki veitir af þar sem núna eru aðeins 2 vikur í próf og næsta helgi er stórhelgi, bæði konunglegt brúðkaup í Köben og Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva! Já og maður heyrir bara að Svíþjóð sé spáð sigri.... eruði búin að sjá lagið.. sjá gelluna sem dansar við mikrafónstatífið allan tímann.... ég persónulega held að hún fari langt, bæði á sviðsframkomu og svo er þetta bara fínasta lag.
Jæja farin að sofa í hausinn á mér.
|

fimmtudagur, maí 06, 2004

Túlkur fyrir Svía
Rétt áður en sightseeing túrinn okkar var að byrja þá sagði bílstjórinn í hátalarann á norsku að við mættum fara út úr rútunni á meðan við biðum eftir gætinum. Heyriði... haldið ekki að sænska konan við hliðina á mér hafi pikkað í mig og spurt mig hvað hann hefði eiginlega verið að segja! Ég sagði henni auðvitað á minni góðu sænsku hvað maðurinn hefði sagt á NORSKU. Viti menn, við Íslendingar sem skiljum svona smá í dönsku, sænsku og norsku en þó nogu mikið til að blanda þessu öllu saman og skilja þar með allt, fóru bara að þýða fyrir Svíana! Okkur fannst þetta ferkar skondið.

Annars verð ég nú að seja mínum heimamönnum til upphefðiar að þeir eru lang myndalegastir af þessum þremur Skandinavíuþjóðum (DK, SE, NO) og ekki bara myndalegir heldur best til hafðir. Á skipinu mátti gökkt þekkja úr þá sem komu frá Danmörku, Svíþjóð eða Noregi en auðvitað bárum við Íslendingarnir af! Svona mátti þekkja þjóðerni fólksins á bátnum
Danmörk: Karlar: feitir, með skegg sem hefur ekki verið rakað í ár, í leðurvesti, með bumbu, sítt hár, drekka mikinn bjór, reykja mikið
Konur: liturinn löngu vaxinn úr hárinu, í íþróttapeysu á fínum veitingarstað, hvítum sprosokkum, reykja
Svíþjóð: Karlar: grannir, vel rakaðir, stutt hár, gömlu kallarnir með slaufu:), vel til hafðir, reykja oftast ekki.
Konur: Grannar, snyrtilegar, sætar gamlar konum, er í tísku! eða allavega gömlukonutískunni, vel greiddar.
Noregur: Þarna mitt á milli
Ísland: Myndarlegasta fólkið á skipinu!


|

miðvikudagur, maí 05, 2004

Osló ferðin
Við lögðum af stað um 4 leitið á mánudaginn til Helgsingborg þar sem þessi líka gellu bátur beið okkar. Við vorum mjög heppin, lentum inn í ferð eldirborgara.... já ég held að við höfum lækkað meðalaldurinn talsvart í skipinu á leiðinni til Noregs.
Skipið var svona líka flott, allt sem maður þarfnaðist nema Casino.. dem! En þarna voru 4 veitingastaðir, dansiball staður fyrir gamla fólkið, koníaksstofa, diskó, bíó, sundlaug með heitum pottum og saunu, Taxfree búð og fullt fullt fleira, má held ég sjá allt á myndunum hér
Við áttum bara rólegt kvöld, fengum okkur að borða og fórum svo og kíktum á gamla fólkið dansa. Báturinn kom til Noregs/Oslóar klukkan 9 um morgunin, við vorum búin að bóka í sightseeing svo við fórum beint upp í rútu. Við vorum mjög fegin að fá að fara inn í rútu þar sem úti var grenjandi rigning, við erum alltaf svo heppin með veður þegar við erum að ferðast!
Við fórum fyrst að skoða Vingland Skulpturpark, en það er risastór garður sem Vingland hannaði frá A-Ö. Hann var mjög sniðugur kall þar sem hann teiknaði verkin og var svo með 30 manns í vinnu hjá sér við að búa til listaverkin, gaðurinn var ekki fullkláraður fyrr en 1993 eða 50 árum eftir að kallinn dó. Listaverkin hafa engin nöfn enda lísa þau lífinu sjálfu og á maður að nota ímyndunaraflið og gefa þeim nafn sjálfur. Við tókum fullt af myndum í garðinum hérna sjáiði reiða drenginn sem er eitt þekktasta verkið "þennan dreng skilja allir sama hvaða mál þeir tala".
Næst fórum við til Holmenkollen sem er RISA skíðastökkpallur, ohhh my gad... ég hef sko séð í sjónvarpinu þegar fóklið er að hoppa þetta, en maður gerir sér sko ekki grein fyrir hversu bratt þetta er... þetta er ótrúlega bratt, ég sem var afar stolt að hafa farð í rennibrautirnar í vatnagörðunum sem fara beint niður... uff það er sko ekkert bratt.. og heldur ekki svona ógeðslega hátt!
Að lokum fengum við svo rúnt um miðbæinn með tilheyrandi útskýringum og leiðbeiningum.
Restinni af deginum var svo eitt í að skoða miðbæinn, höllina, varðaskiptin, dómkirkjuna og auðvitað aðalgöngugötuna. Við urðum svo að vera komin í skipið aftur klukkan 4. Við fórum beint í sund til að láta þreytu dagsins og rigningarhrollinn líða úr okkur.
Um kvöldið fórum við svo á fínasta veitingarstaðinn í bátnum. Okkur til ánægju var meðalaldurinn aðeins lægri á heimleiðinni, svona nær ma&pa aldri:)
Til Svíþjóðar komum við svo klukkan 7 í morgun í glaða sólskini og 20 stiga hita.
|
Hvílíkur hiti úti... hátt í 25 gráður. Kemur sér vel að eiga bikiní núna:)
Er samt sátt við þetta hitastig... held það sé heldur mikið að hafa verið í 44 gráðum í tjaldi á útitónleikum eins og stelpurnar í Santa Barbara. Uffff
|

mánudagur, maí 03, 2004

Vísindaferð í Alfa Laval Lund
Á fimmtudaginn er ég að fara í Alfa Lava Lund sem er fyrirtæki sem framleiðir varmaskipta. Þetta er held ég voða stórt fyrirtæki, gaman að fá að sjá það. Í framhaldi af þessari heimsókn á ég að hanna 2 varmaskipta... er með eitthvað forrit til að hanna þá í, held þetta verði annsi fróðlegt! Kannski get ég svo selt hugmyndina mína... orðið rík maður, nei held ekki.
|
Ósangjarn kennari:(
Ég var að koma úr tíma í Material- och polymerteknik, ég er ekki glöð! Kennarinn segir að það sé of mikið vesen fyrir sig að þýða prófið yfir á ensku fyrir mig.... halló!!!! ég held nú reyndar að það sé meira vesen fyrir mig að lesa það á sænsku, þrátt fyrir að ég sé orðin ógeðslega góð í sænsku!!
Þetta hefði nú kannski verið góð og gild afsökun ef hann kenndi ekki á ENSKU. Já immit það er of mikið vesen að skifa 10 spurningar á ensku en ekkert mál að halda 8 fyrirlestra á viku á ensku. Ég er ekki alveg sátt. Mér hefði nú þótt þetta í lagi ef hann hefði verið með fyrirlestrana á sænsku og ég hefði allavega fengið að kynnast hugtökunum á sænsku þannig. En nei ég fæ ekki einu sinni að hafa orðabók með og heldur ekki orðalistann sem hann lét alla hafa (enska-sænska) svo það væri ekki erfitt fyrir litlu Svíana að lesa ensku bækurnar.
Ég er rosa fúl, þetta þýðir að ég verð núna að fara að læra allt upp á nýtt til að geta lært þetta á sænsku líka og nog á ég nú eftir, ég sé fram á svefnlausar nætur fram til 25 maí. Reyndar eru krakkarnir rosa góð, buðust til að hjálpa mér eins og ég vildi, það var þó ljósi punkturinn:)
|

sunnudagur, maí 02, 2004

Osló á morgun
Á morgun er ferðinni heitið til Helsingborg en þar bíður immitt eftir okkur lítið skemmtiferðarskip sem mun flytja okkur til Osló. Við munum semsagt eyða nóttinni um borð í þessu luxus-skipi sem er víst fullt af veitingarstöðum, skemmtistöðum, diskóum, bíóum, leikjasölum og eitthvað fleira. Þriðjudeginum munum við svo eyða í að skoða Osló og taka svo bátinn aftur til baka um nóttina og koma hingað heim á miðvikudagsmorgun.
Ég hef heyrt að þetta sé mjög skemmtileg ferð... báturinn sé frábær og sonna. Lofa að taka myndir til að geta sýnt ykkur sem eruð í 3 stiga hita á Íslandi:)
|
Brunnin til Ösku
Í dag fór ég með stofuborðið út í garð þar sem hér var yfir 20 stiga hiti. Ég ætlaði semsagt að verða svlítið brún. Burðaðist með skólabækurnar út og byrjaði að reikna skiladæmi í Varmaflutningsfræði. Því sem ég gleymdi var víst sólarvörnin:( ekki fór betur en svo að núna er ég eldrauð á öxlunum!!! Því er lítið um brúnku í dag!
|
Viðburðarrík helgi!
Helgin byrjaði á hádegi á föstudaginn þegar við fórum ásamt fríðu föruneyti stúdenta í þennan garð. Á þessum degi (30. apríl) hittast allir nemendur í Lundi þarna með nesti og nýja skó, en þó aðallega áfengi. Þetta er víst dagurinn sem Svíar sleppa sér!!! En eins og ég hef sagt þá voru þarna um 20.000 manns yfir daginn.
Við vorum þarna í góðum hóp Íslendinga alveg þangað til við fórum í matinn sem var á einu af Nationunum. Þá kvöddum við Íslendinganna sem héldu í grillpartý vítt og breitt um bæinn.
Í kvöldmat var grillmatur, rosa góður. Frá kvöldinu er ekki meira að segja en að..... já Svíar drekka mikið þetta kvöld og er nú víst meiningin að drekka í 24 tíma á þessum degi... við sem erum af íslensku bergi brotin létum það nú samt eiga sig, finnst það nú kannski einum of mikið. Lofum Svíum að halda þennan sið!

Myndir frá deginum má nálgast hér
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?