<$BlogRSDURL$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Pick nick
Erum á leið í Lundargarðinn í pick nick. Kíktum þangað áðan... þar eru um 20.000 manns. Já ég er ekki að djóka. Þétt setið!!!

|

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Gangi ykkur vel í Prófunum
Ég óska ykkur öllum sem eruð á leið í próf góðs gengis:)

Verkfræðikrakkar... þraukið, þetta er að verða búið, bara nokkur próf og svo er þessum 3 árum lokið!! BS-inn innan seilingar. Ohh my god hvað maður væri til í að vera á leið í próflokardjamm.
|
Valborgsmässoafton
Á morgun er svaka dagur hér í Lundi og reyndar öllu landinu. Í fyrsta lagi þá á kóngurinn ammæli (veit reyndar ekkert hvað hann verður gamall) og svo fagna Svíar sumrinu. Þeir gera það reyndar á dolítið undarlegan hátt þar sem þeir tendra bál og halda risa brennu til að reka í burt allar nornirnar!!! Við fáum kannski að sjá nokkrar fljúandi á priki á morgun:)
En dagurinn á morgun er líka dagur stúdenta. Hann byrjar klukkan 8 í fyrramálið á morgunmat hjá nemendafélugunum. Um 10 leitið hittast svo um 90% stúdenta í Lundargarðinum (90% af 40.000 manns er soldið mikið) og verða þar háðar íþróttakeppnir og fleira skemmtilegt. Um hádegi byrjar svo djammið, eitthvað er um útitónleika og kampavínspartý.... um kvöldið heldur svo djammið áfram. Við eigum miða í mat (Sitting) kl. 18:00 á einu nemendafélaganna, þar er þriggja rétta máltíð og glæsilegheit. Deginum er svo slúttað með tjútti fram á rauða nótt... Það liggur bara við að mig sé farið að hlakka soldið til. Krakkarnir fengu kennarana til að fella niður tíma í fyrramálið það sem það myndi hvort sem er enginn mæta.....Svíar mæta sko alltaf í tíma og aldrei of seint!! þanngi að það er greinilegt að mikið liggur við þegar þeir taka upp á því að skrópa!
|

mánudagur, apríl 26, 2004

Snilldar helgi
Núna er þessi helgi liðin og amstur vikunnar tekið við:(
Þetta var nú satt best að segja hin besta helgi. Á föstudaginn kom Edda í heimsókn, við elduðum öll saman en síðan kíktum við Edda inn í Lund til að trufla ekki Sindra sem var að læra. Edda hélt svo áfram til Stockhólms á laugardagsmorgunin en Arna Huld var búin að bjóða henni í pratý þar. Af því hef ég nú ekki fleiri fregnir en veit þó að þær misstu af flugvélinni heim í gær..... held maður geti lesið út úr því að mikið hafi nú verið djammað þarna fyrir norðan.

Sindri fór í próf á laugardagsmorguninn, gekk bara vel svo ég geri lagna sögu stutta. Ferðinni var heitið til Helsingborg. Ekki var þó hægt að leggja af stað fyrr en Búið var að horfa á leikinn Man Und. vs. Liverpool í Lundi.
Við fundum okkur Scandic hótel inn í Helsingborga. Kvöldinu var svo eitt í að fá sér að borða á skipi, rosalega góður matur, og svo röltum við aðeins um bæinn. Sunnudagurinn fór svo í að skoða okkur um í Helsingborg og að lokum tókum við svo bátinn yfir til Helsingör (Danmörku) sem er ekki nema 20 mín sigling. Nokkuð skondið var að í þessum báti mátti kaupa áfengi í massavís þegar við vorum komin inn á danskt umráðarsvæði, en tóbak og snuff mátti versla í massavís þegar við vorum á sænska umráðrasvæðinu. Svíar nýta sér þetta til hins mesta og mátti sjá þarna ölþyrsta Svía með upp í 20 kassa af bjór á sérstökum kerrum sem hægt er að leigja við landganginn einungis hugsð sem ölkerra. Að sjálfsögðu varð maður að vera sannur Svíi og kaupa öl en við létum þó einn kassa duga.
Gærkvöldið fór svo í að horfa á sjónvarpið og hvíla þreytta fætur eftir mikið labb um stræti Helsingborg og Helsingör.

Myndir frá ferðinni má finna hér
|

föstudagur, apríl 23, 2004

Bý með meistara í Evrópskum framhjáhöldum!
Í vikunni fékk Sindri inngöngu inn í Mastersnám í Evrópskum framhjáhöldum... já pælið í því. Hvaða hag ætli ég hafi út úr því að hann sé Meistari í þessum fræðum!!!! Vonandi glás af peningum:)
Jæja svo ég leiðrétti þetta aðeins. Sindri fékk semsagt inngöngu inn í nám hér í Lundi næsta vetur í European affairs. Þetta er nám sem kemur inn á alþjóðafjármál, stjórnmálafræði og lögfræði. Semsagt mjög fjölbreytt nám og ætti því að nýtast honum vel (og færa mér glás af peningum hehe), en það er takmarkaður sætafjöldi í bekkinn og því glæslilegt að fá inngöngu.
Allavega ætla ég að óska Sindra opnberlega til hamingju hér, ég er rosalega stolt af stráknum:)
|
Gleði Gleði:)
Dagurinn byrjaði hjá mér á því að ég hélt mína fyrstu kynning á ENSKU.... verð að viðurkenna að það er aðeins erfiðara en að tala sitt eigið móðurmál. Ég get nú samt þakkað fyrir að þurfa ekki að tala sænksu... spurði krakkana sem eru með mér í hóp hvort þeim væri ekki sama þó ég myndi tala á ensku.
Verkefið sem við vorum að kynna fjallar um ljósdíóður, mjög spennandi verkefni. Fyrir þá sem eru miklir "fan" Britney kíkið á þetta og lærið allt um ljósdíóður og fyrir þá sem eru alls ókunnir þessum fræðum vita væntanlega hvað ég er að tala um þegar þið sjáið Times Square.

En þegar ég var loksins búin að romsa þessum fræðum út úr mér og leit á símann minn blasti við mér þetta skemmtilega sms. Edda er að koma í kvöld:) jey.. hún er sko að fara til Stockhólms snemma í fyrramálið og ákvað að koma aðeins fyrr yfir sundið og gista hjá okkur í nótt. Reynda er Sindri að fara í próf í fyrramálið þannig það verður lítill selskapur af honum en ég fæ í það minnsta smá selskap svona á föstudags kvöldi:)


|

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar allir saman:)
|

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ógeðsleg óvinkona!
Eins og ég er ánægð með allt þetta góða veður sem leikur hér við okkur þá er ég með enn meiri viðbjóð af öllum þessum ógeðslegu pöddum sem þykjast þurfa að sóla sig hérna í kringum mig.
Þegar ég kom heim úr skólanum áðan rölti ég mér inn, Sindri var úti að læra og því var allt opið, hverri haldiði svo að ég hafi mætt í eldhúsdyrunum... engri annari en fröken Konkugló.. ojjjjj ojjj bjakk bjakk þetta var sko engin venjuleg konguló... neinei þetta var sú stærsta konguló sem ég hef augum litið (allavega sem var ekki í búri inni í dýragarði eða gæludýrabúð á Florida) þessi ljóta óvinkona mín var á stærð við lófann á mér!!!!!
En sem betur fer á ég góða kærasta sem kom mér til bjargar áður en illa fór:)
Kongkulóakveðjur
yfir og út!!
|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Lítið hefur nú skeð hérna undanfarið!!
Reyndar verð ég nú að segja frá bæjarferinni minni í dag. Ég skrapp aðeins til Lundar.. var að labba í sólinni, haldiði ekki að annar hver bíll hafi bara flautað á mig.... eða svona næstum því annar hver!! ehh Mér fannst ég allavega svaka gella:) held að Sindri hafi ekki verið jafn ánægður með þetta! En hey.. hann var nú hérna inni í stofu í allan gærdag með stelpu hjá sér... reyndi svo að telja mér trú um að þau væru að læra! Neinei, þau voru víst að læra :) þetta er voða fín stelpa, þau eru að skrifa saman Mastersritgerð ásamt einum örðum svía.
Allavega þá býr þessi stelpa í Helsingborg (45mín héðan) ásamt kærastanum sínum. Við erum að pæla að kíkja kannski á þau þarna upp í Helsingborg við tækifæri, alltaf gaman að kynnast nýju fólki:)

Annars er allt að byrja hjá mér núna. Er að fara á fund með Ljósdíóðu hópnum mínum í fyrramálið, við eigum að halda kynningu um ljósdíóður á föstudaginn. Svo er próf hjá Sindra á laugardaginn.
Jæja farin að hátta.
|

sunnudagur, apríl 18, 2004

uff hvað ég er léleg að blogga þessa dagana, reyndar hefur ekki mikið gerst hérna hjá okkur undanfarið, erum að reyna að koma okkur af stað í þessum blessaða læradómi. Djöfull er þetta leiðinlegt sem ég er að lesa, pólymer spólymer er alveg að verða viltaus á þessu, en neinei ekki dugar að kvarta og kveina ég hef eitthvað um 1000 blaðsíður sem bíða mín ótrúleg ánægja að hugsa til þess.
Annars er veðrið að leika við okkur, hér er átt í 20 stiga hiti og sól dag eftir dag, ekki hægt að kvarta yfir því:)

Við Sindri ætlum nú reyndar að bæta úr þessu aðgerðarleysi okkar um næstu helgi, erum að hugasa um að skella okkur til Helsinborg, víst rosa falleg borg, og taka svo ferjuna yfir til Helsingör (sem er í Damnörku). En svo var Tivolí í Köben líka að opna, uff hvað mig lagnar að fara í það, það var víst verið að opna nýjan rússíbana þar fer á hvolf og allt... held maður verði að skella sér.

Verð að lokum að hneikslast á þessu Big Brother... það er nebblega í sjónvarpinu núna. Þetta pakk er búið að dvelja í þessu húsi í 90 daga... og að sjálfsögðu eru allir búinir að ríða þarna.. framhjáhöld, fólki kastað út af sökm kynferðislegs áreytis og alles...
Jæja farin að horfa á TV-ið

|

föstudagur, apríl 16, 2004

Nýr bloggari í hópnum
Eygló gella hefur gerst svo fræg að opna bloggsíðu..
Þið getið fundið síðuna hennar hér
|

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Sól Sól skýna á mig:)
Sit út í garði á stuttbuxunum og bikiníinu með sólarvörnina í annari og pólýmerbókina í hinni. Bið að heilsa upp á klaka!!
|

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Sólbrunnin og með harðsperrur
Í dag var besta veðrið síðan við komum hingað... jújú ég sat i sólbaði á bikiníinu út í garði, sólbrann meira að segja soldið:( maður verður víst að draga fram sólarvörnina þar sem það spáir áframhaldandi sól:)
Í kvöld dró ég Sindra svo út í okkar fyrsta hlaupatúr hér í Svíþjóð, uffff hvað maður er í lélegu formi nokkuð ljóst að það verða harðsperrur á morgun. En það þýðir ekki að væla.... Sindri verður dreginn út að hlaupa aftur á morgun, maður verður að hlaupa öll páskaeggin af sér.
Annars er ég að reyna að koma mér af stað í lærdómi aftur eftir allar heimsóknirnar, ótrúlega erfitt... sérstaklega á meðan það er svona gott veður úti.
Jæja Friends í sjónvarpinu.... gott tooo gooo
|

mánudagur, apríl 12, 2004

Tvö í kotinu aftur
Núna eru allir farnir frá okkur, ég verð nú að viðurkenna að það er soldið tómlegt hjá okkur núna enda búið að vera mannmargt undanfarna daga. Mamma, pabbi og krakkarnir fóru í dag.
Þetta eru búnir að vera voða skemmtilegir dagar. Búið að skoða Lund og Malmö reyndar voru búðirnar mest skoðaðar, systur mínar náðu að versla heilan helling H&M var sko vinsælust, það besta var samt að Tómas Óli verslaði mest.... loksins er drengurinn kominn í klæðnað sem hæfir famelíunni. hehe;)

Annars er lítið að frétta héðan, helst það að við Sindri þurfum örugglega ekki að versla mat þangað til við komum heim í sumar. Við fengum helling af íslenskum mat bæði frá famelíunni hans Sindra og minni, núna verður grillað lambakjöt og lax með graflaxsósu hafður í forrét.. harðfiskur og bjór í eftirmat, ég held ég geti líka borðað flatkökur, rúbrauð og skyr í hádegismat fram á sumar:) og svo nartar maður í páskaeggin (fengum sko 3, tvö nr.4 og eitt númer 5 frá afa) og allt freyjunammið sem við fengum milli mála. Ég held við séum í góðum málum... allavega meðan ég hef flatkökur er ég ánægð:)
En núna tekur lærdómur og aftur lærdómur við fram yfir próf... búið að vera gott að hafa afsökun til líta upp úr bókunum.
Annars hugsa ég bara til ykkar heima á klakanum í hretinu þar... er sko búið að vera sól hér undanfarna daga og spáir áframhaldandi sól og hlýinudm alla vikuna... hehe hugsið líka til mín úti á palli að lesa
|

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Kóngsins Köben
Það er búið að þramma annsi mikið undanfarna 2 daga. Mamma hans Sindra og Örvar komu til okkar á mánudagskvöldið. Það var nú lítið gert það kvöld annað en að spjalla og borða góðan mat. Við vöknuðum svo snemma í gær og skoðuðum Lund og Malmö. Leiðinni var svo heitið til Köben í dag, fengum þetta líka fína veður. Röltum á Strikinu fram eftir degi, kíktum í búðir og menninguna í Nyhavn. Seinnipartinn fórum við svo í særsta Mol í Skandinavíu... váaa það er sko stórt. Hægt að kaupa allt þarna. Við snérum svo heim þegar kvöldaði, sæl eftir góðan dag.

Ég komst að annsi skemmtilegu í þessari heimsókn okkar til danaveldis... jú það er bara ódýrara að versla hér í Svíaríki.. þeir eru nebblega svo sniðugir að halda sömu krónutölu í báðum löndunum þrátt fyrir að danska krónan sé 11,8 en sú sænska 9,4 ísk. Það var nánast sama í hvaða búð maður var, H&M eða sportbúðum allstaðar héldu þeir sömu krónutölu á fatnaði milli ríkjanna. Mér til mikillar ánægu á ég heima í Svíaveldi þar sem ódýrar er að versla.. ætti því að geta fengið meira fyrir þessar fáu krónur sem ég á:)

Jæja en mamma og pabbi og krakkarnir koma á morgun. Best að hvíla sig aðeins áður en labb um stræti borganna heldur áfram.


|

mánudagur, apríl 05, 2004

Jæja núna byrjar ballið..
Á eftir koma Sigga, mamma hans Sindria, og Örvar bróðir hans til okkar. Við förum til Malmö í kvöld að ná í þau. Þau dvelja hjá okkur fram á fimmtudag en immit þá kemur líka famelían mín, já hele famelíen... krakkarnir verða hér hjá okkur en mamma og pabbi á hóteli í Malmö.
Það eru semsagt skemmtilegir dagar framundan:) við eigum örugglega eftir að vera fastagestir í H&M sem og öllum búðm hér nágrenninu. Auðvitað verður líka að skoða það sem hægt er að skoða hér annað en búðir, til dæmis er búið að setja upp 45m hátt parísarhjól í Malmö, maður getur víst séð yfir til Danmerkur frá því... séð brúnna og alles, svo er það höllin og kirkjurnar (fyrir mömmu) og söfnin og allt hitt. Ætli maður verði ekki að kíkja á næturlífið líka. Reyndar urðum við fyrir smá vonbrigðium á laugardaginn þegar við skelltum okkur á djammið í fyrsta sinn í langan tíma, bærinn er hreinlega tómur... já allir sænsku stúdentarnir eru bara farnir heim í páskafrí, heim til mömmu og pabba... bara skiptinemar, útlendingar og einstaka eftirlegukindur eftir...

Jæja ég ætla að gefa honum Sindra að borða áður en við förm til Malmö að ná í fólkið.
|

föstudagur, apríl 02, 2004

Myndir
Jæja ég er loksins búin að koma myndunum inn á vefinn. Bæði myndir frá Stockhólmi og svo myndir sem við Sindri tókum í góða veðrinu af Lundi. Sjáið hvað við búum í fallegum bæ:)

Annars er páksafríið mitt byrjað... fer ekki aftur í skólann fyrr en 23. apríl... ummm og bíddu hvaða dagur er í dag er ekki 2. apríl?? Jújú ég hef nebblega 3 vikna páskafrí.
Við Sindri ætlum hins vegar að byrja fríið rólega, æltum hins vegar að kíkja eitthvað út á lífið á morgun. Sjá hvernig stemmingin er hjá þeim sem enn eru eftir í Lundi, bærinn tæmist nebblega alltaf í fríum, enda er helmingur íbúa hér í skólanum.
Farin að elda með kallinum.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?