<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 31, 2004

Sól
Hehe það er líka sól og blíða hér....
er farin út á verönd að lesa.... hugsa til ykkar í hretinu á Íslandi:)

|

þriðjudagur, mars 30, 2004

Sindri í prófi
Núna er Sindri í prófinu... loksins, ég held að ég sé búin að hlakka meira til en hann að hann klári. Núna getum við farið að gera e-d skemmtilegt:) Jeyiiii. Ég er líka að byrja í 3 vikna páskafríiun mínu á föstudaginn.... þarf samt fyrst að vera með kynningu á stóra matlab verkefninu sem við vorum að skila af okkur í seinustu viku. Við stóðum okku svona lika vel í þessu verkefni, var að fá mail frá leiðbeinandanum sem fór yfir greinarnar sem við urðum að skila samlhiða forittinu, hún var að þakka okkur í annað sinn fyrir vel skrifaða grein...eftirfarandi er orðrétt frá henni

"Thank you so much for a well-written article! It has been a pleasure reading it!"

En við eigum kynninguna eftir... eða "fyrirlesturinn á ráðstefnunni" (þetta er allt sett upp eins og lítil ráðstefna, gerðum tilraun, hermum svo tilraunina í Matlab, skrifum grein um niðurstöðuna og kynnum loks allt). Mér finnst við sko alveg eiga skilið að fá svona ummmæli, erum búin að vinna eins og vilteysingar fyrir þessu, dag og nótt.

En núna eru 3 tímar búnir af prófinu hjá Sindra, hann ætti því að koma heim eftir rúma 2 tíma:) Jibbí. Ég held ég setjist bara út í sólina. Er sko búin að sitja úti að læra í allan dag. Ekki amarlegt að læra úti í sól og blíðu. Stelpur í USA.. passið ykkur bara, ég held ég verði bara brúnni en þið þegar ég kem á klakann aftur!!

Ég hendi inn myndum á eftir.. er sko ekki alveg nogu klár í því, betra að bíða bara eftir að meistarinn komi heim úr prófi svo maður lendi ekki í ruglinu!
|

sunnudagur, mars 28, 2004

Stockhólmur
Ég og Edda komum heim í dag eftir að hafa verið hjá Magga og Helga í Stockhólmi frá því á föstudaginn. Þetta var hin besta helgi, rosalega er gaman að hitta Íslendinga!!! og ekki spillti það að ég fékk flatkökur hjá henni Eddu:) ég sakna sko flatkakna mest af öllu!
En já ég komst að því að við búum í litlum bæ.. bara 100.000 manns sem búa hér, og næsta borg, Malmö, sem mér finnst rosa stór (búa 300.000 manns þar) er heldur ekkert stór. Í Stockhólmi búa nebblega e-ð um 4 milljónir... og svo er Sockhólmur líka mesta glæpaborgin. Þar eru rónar á götunum, heimilislaust fólki og fullt af innflytjendum. Ég á sko heima í sama landi en váaa ég bý samt í allt öðruvísi bæ/borg, greinilegt að ég bý í háskóla bæ... hér er enginn lýður!!! allt voða fiðsælt, gamalfólkið heilsar manni á götunum og sonna.

Ég set inn myndir á morgun og fer í gegnum ferðasöguna, er sko að lesa um ljósdíodur núna. Mér finnst það bara nokkuð spennansi tækni. Þarf sko að krifja þetta allt saman því hópurinn minn á að sjá um að kenna bekknum þetta námsefni... verðum því að geta svarað spurningum um ljósdíóður frá A-Ö!!

Hej Då
|

þriðjudagur, mars 23, 2004

Stockhólm á föstudaginn
Ég og Edda erum búnar að fjárfesta í flugmiðum til Stockhólms á föstudaginn og munum við dvelja þar yfir helgina hjá Magga og Helga efnaverkfræðigúrúum, en þeir lesa efnaverkfræði við KTH í Stockhólmi. Mig hlakkar rosa til, hef trú á því að þetta verði eðalhelgi:) Ég skil Sindra greyið einan eftir hér í Hjärup... hann er að læra fyrir prófið sitt.

Annars er þetta ógeðslega Matlabforrit mitt að drapa mig núna.... mér fannst þetta rosa flott forrit, simulerar gleypni próteins í column, svo þegar ég var að fara að plotta áðan þá krassaði forritið... lokaðist bara:( kapútt!!! Ekki gaman!
Djöfull getur maður orðið pirraður á þessu. Er bara farin að sofa, maður verður víst að safna orku til að geta tekist á við nýan Matlabdag!
|

sunnudagur, mars 21, 2004

Stríð!!!! eða hvað???.... hriðjuverk í Svíþjóð!!!
Ég gerði mér ferð inn í Burlöv í gær... eða réttara sagt köpcenter sem þar er... það er ekki lagnt að fara, bara 4 mín með lestinni. En allavega... ég kom út úr lestinni og var að rölt yfir í molið þegar ég heyrði þessa líka miklu skotáras... ég litla saklausa íslenska stelpan sem hef aldrei heyrt byssuskot áður nema í sjónvarpi var soldið undrandi... hélt að þetta væri e-ð annað... "það er örugglega verið að sprengja e-a kletta, sprengja fyrir húsi" hugsaði ég en fannst þetta samt solið undarlegt.. svo voru líka svo mikið af flugvélum og nokkrar herþyrlur á sveimi. Allavega lét ég þetta ekki á mig fá... fór bara að skoða í búðir...
Þá mætti ég fullt af hermönnum í fullum skrúða, fannst það reyndar ekkert skrýtið heldur þar sem bærinn er búinn að vera fullur af myndarlegum hermönnum undanfarnar vikur, ég stóðst ekki mátið um daginn varð að setjast við hliðina á einum í strætó!!!! (held að Sindri sé ekki alveg eins hress með þetta!!!)

Jæja svo þegar ég kom út úr molinu þá voru þeir bara ennþá að sprengja... ég skildi þetta ekki alveg...þetta voru svona vélbyssuskot.. en það voru allir svo rólegir í kringum mig að ég bara ákvað að vera líka róleg yfir þessu öllu.
Í dag komst ég svo að því að það er risa heræfing hér allt í kringum okkur... skýrir annsi mikið!!! Ætli Svíar séu ekki orðnir e-ð hræddur við hriðjuverk!

Svona er maður glær... kannski ekkert að undra..maður kemur frá landi þar sem enginn her er... erum reyndar með nokkra feita kana sem þykjast ætla að verja okkur ef e-ð á bjátar, en neinei þeir nenna því ekki og eru bara að fara. Það gæti semsagt hafist stríð hér og ég tæki bara ekki eftir neinu... væri bara fegin að hafa alla þessu myndarlegu menn í einkennisbúning! og héldi að skotárasir væru sprengingar í klettum fyrir hús eða annan iðnað!!
|

föstudagur, mars 19, 2004

MR vs. Borgó
Ég horfði á endasprettinn í gær gegnum netið...
Mikið er ég stolt af Borgó núna þrátt fyrir að þeir hafi unnið MK í seinustu viku....
|
Takk fyrir kveðjurnar
Ég ætla bara að þakka fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk frá Íslandi í gær:)
Agens, Eygló, Begga, Jón Örn, Fjóla, Edda, Magnea og auðvitað Tómas Óli, Sigrún og Alma Gulla, mamma og pabbi... takk fyrir kveðjurnar.
Svo fékk ég nú líka símhingingar frá ömmum og öfum, bæði úr Keflavík og Kópavogi. Þetta var annsi undarlegt... síminn minn lætur sko aldrei heyra í sér... ég er nánast búin að gleyma hvaða hringingu ég er með og hvernig sms-hljóðið er... í gær stoppaði sko síminn ekki.

Annars verður nú lítið gert um helgina... Sindri er að læra fyrir próf. Ég ætla nú samt að gerast sannur Svíi á morgun og horfa á Undankeppnina fyrir Eurovition... það er allt að verða vitlaust hér út af þessu... blöðin fjalla ekki um annað. Mestar líkur eru taldar á því að gellan sem var að dansa við míkrafónstatífið vinni... en reyndar hefur hún fengið krítik á þennan dans.. fólk er ekki ánægt með það að hún sé að dansa svona sexy dans í fjölskylduþætti. Það verður spennandi að sjá hvað hún gerir.

Ég verð líka að nefna það hvað ég er að brillera núna í sænskunni, alla vega finnst mér það. Núna er ég bara búin að eignast fullt af vinum í bekknum. Farin að spjalla við alla:) Mér finnst ég rosalega góð!!!
|

fimmtudagur, mars 18, 2004

Sólarammælisdagur
Ég held að það hafi sjaldan verið svona gott veður þegar ég á ammæli fyrr... eða jú kannski þegar ég var 1-3 ára og áttu heima á Flórída:)
Dagurinn var bara nokkuð góður. Fórum í skólann klukkan 10. Ég rölti svo í sólinni út í skóla til Sindra og við röltum niður í bæ. Núna eru markaðarnir allir komnir á fullt, bæði flóa og matarmarkaðir. Loksins komið vor!!!
Við settumst svo inn á kaffihús og fengum okkur að borða.
En svo varð Sindri að fara að læra.. þannig ég er bara búin að dunda mér ein í allan dag... sitja út í sólinni og sonna.
|

miðvikudagur, mars 17, 2004

16 stiga hiti og sól
Muniði hvernig Austurvöllur er alltaf fullur af fólki á góðviðrisdögum á Íslandi??? Í dag er einn svona dagur hér í Lundi og það er 17. mars.... Torgið niðri í bæ var fullt af háskólakrökkum sem voru að koma úr tíma og stoppuðu og fengu sér ís og sátu út í sólinni og góða veðrinu. Stelpunra á hlýrabolum og pilsum... þetta var æðislegt, mér líður bara eins og ég sé í útlöndum!!!!

Annars ætlum við Sindri að skella okkur í siglingu til Oslóar 21-23 arpíl með einu nemendafélaginu hérna. Þetta er sigling á eðalskipi, sundlaug, sána, diskó, barir, búðir, fríhöfn, veitingarstaðir, bíó og margt fleira. Við siglum í 12 tíma yfir nótt, eyðum svo deginum í Osló og siglum svo til bara aftur um kvöldið. Mér finnst þetta svaka spennó.

Jæja ég held ég verði að fara að líta aðeins í bók... annars er einhver svaka frægur prófessór að halda gestafyrirlestur í varmaflutningsfræði á morgun, reyndar veit ég ekkert hver hann er en held að það sé ekki alveg að marka... veit það væntanlega eftir tímann á morgun!
Hej då
|
2 próf í BS
Já takiði við því. Ég var að fá út úr prófunum mínum í dag.... ég jibbý... náði báðum og stóð mig bara nokkuð vel:) Það var sko yfir 30% fall í þessum prófum þannig ég er bara órtrúlega sátt við að hafa meikað þetta allt... og meira segja á sænsku!!
En jújú núna eru bara 2 próf eftir í lok maí og þá ætti BS inn að vera innan seilingar!!!


|

sunnudagur, mars 14, 2004

Eurovision æði í Svíþjóð
Ég hélt alltaf að við Íslendingar værum mesta Eurovision þjóðin.... en nei Svíar slá öllum við. Hérna er búið að halda 8 (held ég) undanundankeppnir (kallað Melodifestivalen 2004) um allt land. Þeir sem komust áfram úr þessum undanundankeppnum komast í undakeppni fyrir Eurovistion, en þar verður lag Svíþjóðar valið. Þessi keppni verður haldin í Globen næsta laugardag.
Rétt í þessu var verið að renna yfir lögin sem komust áfram í Globen.. mér líst held ég best á kall í kjól... eða ég held allavega að þetta hafi verið kall... mér fannst allavega lítið kvennlegt við "hann", var mjög líkur Erni Árnasyni og var í stuttum bleikum kjól. Svo var þarna ein stelpa sem var alltaf að dansa við míkrafónstandinn, ein amma og ein sem var í svo stuttum kjól að það hálfa væri nú nóg. Ég held bara að maður verði að horfa á þetta allt saman á laugardaginn næsta.. halda gott Eurovistion partý hérna.
Já og ekki batnar það.... vitiði hver á að vera kynnir í Globen.... engin önnur en silikongellan sem vann hana Selmu okkar 1999, hún Charlotte Nilsson Perrelli. Hún er algjört átrúnaðargoð hér í landi... átti strák í janúar en getur bara ekki tekið sér fæðingarorlof sökum frægðarinnar!!!
|
Vorið að koma
Jújú svona til að gera ykkur heima á klakanum aðeins öfundsjúk, vorið er að koma hér í Lundi jeyyy
Þrátt fyrir að það hafi ringt soldið á mig í Malmö í gær þá er vorið komið hér. Í dag var glampandi sól og hátt í 10 stiga hiti úti. Blómin eru að byrja að koma og það er komin svona vorlykt úti.
Á miðvikudaginn er svo spáð 15 stiga hita og sól... bara íslenskt sumar veður ... ég held ég fari bara í sólbað úti á palli hjá okkur, kannski verð ég bara brún og sæt þegar ég kem heim í sumar:)
|
Helgin að líða
Jæja þá er þessi afslöppunarhelgi að líða. Skólinn byrjar aftur á morgun.
Ég er nú lítið bún að gera af viti um helgina. Skellti mér til Malmö í gær... ein!! Sindri var heima að læra. Ég rölti um götur borgarinnar... kíkti inn í nokkrar búðir... keypti mér að sjálfsögðu nokkra boli og sonna:)
Svo fjárfesti ég í nýrri kaffikönnu... kaffikannan okkar þessi sem við keyptum á 990 kall fyrir ári síðan gaf sig nebblega um daginn... við gerðum heiðarlega tilraun til að gera við hana en án árangurs.

Í gærkvöldi hittum við svo nokkra íslenska stráka sem eru í verkfræðinámi og sænskar vinkonur þeirra á kaffihúsi inni í Lundi.
|

föstudagur, mars 12, 2004

Slappa af og versla:)
Þegar ég var búin að hressa mig við í gær tók ég lestina niður í bæ, ákvað að tími væri komin til að finna þetta mol sem er hér í Lundi. Ég fann það..... mikil gleði. Það er fullt fullt af búðum þarna.. og fullt fullt af flottum fötum, mig langaði að kaupa allt!!! Já og það er líka fullt af flottum skóbúðum þarna. Ég endaði samt bara á því að kaupa einn bol og smá snyrtidót..
Annars ætla ég bara að njóta helgarinnar á lærdóms, skreppa í bæinn og kíkja til Malmö.. skólinn byrjar svo aftur á mánudaginn, ný önn og ný fög.
Dagurinn í dag er búinn að fara í tiltekt og svo ætla ég að baka kök fyrir Sindra á eftir sem er að lesa fyrir próf... aumingja Sindri fer ekki í próf fyrr en 30 mars.
|
Loksins búin
Jæja ég er loksins búin í þessari prófatörn...
Prófið í gær hefði nú alveg geta gengið betur.... mér fannst það frekar erfitt... er sko ekki vön að þurfa að svara svona mikið af fræðilegum spurningum.. ég sat bara og skrifaði og skrifaði út allt prófið (5 klukkutíma)..... á prófinu voru 14 dæmi og af þeim voru bara 4 til að reikna.. allt hitt voru spuringar upp úr færðunum... skilningur á efninu, úrleiðslur á jöfnum og fleira skemmtilegt (við máttum sko ekki hafa nein gögn með í þessu prófi). En þetta er búið:) jeyyyy
Ég var gjörsamlega búin á því þegar ég kom heim úr prófnu enda sat ég í 5 klukkutíma á rassinum án þessa að hreyfa mig... þetta var þrekraun út af fyrir sig finnst mér.. halda einbeitingu í 5 klukkutíma og sitja á hörðum stól. Ég var líka eins og draugur þegar ég labbaði út... fór beint heim og sofnaði.

|

miðvikudagur, mars 10, 2004

Til hamingju með daginn Magnea
Magnea litla systir hennar mömmu á afmæli í dag... ég óska henni innilega til hamingju með daginn.
Hversu gömul var hún aftur???? *hóst*
Eigum við ekki bara að halda okkur við það að hún sé litla systir hennar mömmu og hún var 12 ára þegar ég fæddist:)
|
Fyrsta prófið að baki
Jæja ég var að koma heim úr fysta prófinu mínu hérna... bara eitt eftir á morgun:) ég verð nú að segja að ég er alveg búin, og samt þarf ég að fara að halda áfram að læra. Þetta er búið að vera frekar strmbið undanfarið, dagurinn einkennist af því að læra í svona 18 tíma og sofa í svona 5, enda er þreytan farin að segja aðeins til sín.

Það var varmaflutningsfræði í morgun. Prófið var þannig upp byggt að 40% voru fræðilegarspurningar og útleiðslur og 60% dæmi. Við máttum ekki vera með nein gögn í fræðilegahlutnaum... ég sat semsagt í gær og reyndi að læra 60 útleiðslur utanað... það gekk nú ekki alveg... en það komu samt 2 útleiðslur sem ég kunni... jey... Ég held nú að þessi fræðilegi hluti hafi gengið ágætlega... reyndar kom ein útleiðsla sem ég hafði sleppt því að læra en ég held mér hafi tekist að bulla mig út úr því á sanfærandi hátt:)
Ég skilaði svo inn fræðilega hlutanum og byrjaði á dæmunum, við máttum vera með bókina í þeim hluta en engin reiknuð dæmi.... Þetta gekk held ég hjá mér... við bíðum bara og sjáum.

Jæja en þá er það Energy-engineering á morgun.. held ég verði að leggja mig fyrst aðeins.... Kókið, kaffið og nammið er greinilega ekki alveg nog næring til að halda manni gangandi í svona törnum!!
|

föstudagur, mars 05, 2004

Styttist í próf
Jæja nú er kominn föstudagur.... það þýðir að það eru 4 dagar í próf hjá mér... og ég er næstum ekkert byrjuð að lesa upp. Málið er að í dag er seinasti kennsludagur þannig að það er enn verið að fara yfir nýtt efni. Ég er nú samt búin að ná að skila öllum verkefnum og fá þau til baka því ætti ég að eiga skemmtilega helgi framundan:)
2 próf, 5 klukkutíma próf á miðvikudaginn og 4 klukkutíma á fimmtudaginn... þið getið rétt ímyndað ykkur hvað verður gert á fimmtudaginn... ég ætla að taka fyrsta strætó í molið. Kíkja í búðir... jeyyyyy

Jæja en varmaflutningsfræðinin bíður (hvílík skemmtun). Krakkar um allan heim, Sigga, Guðný, Dóra og Mæja í Californiu, Edda í Köben, bekkurinn heima í HÍ, þið eigið samúð mína alla.... ég held að jaðarlög sé það leiðinlegasta sem ég hef lært....
|

miðvikudagur, mars 03, 2004

Ég er ótrulega glöd núna tví kennarinn var ad faera kynninguna á stóra Matlab verkefninu okkar upp um eina viku sem týdir ad ég er í páskafríi frá 2. arpíl til 22. apríl.... jeyyyy 3 vikur:)
En hvad á madur ad gera í tessar 3 vikur....
Sigga mamma hans Sindra og Örvar litli bródir hans koma 5 apríl, Mamma og Pabbi og gríslingarnri koma 8. apríl. Vid verdum semsagt ad guida fram yfir páska:) sem er ekkert nema gaman... ég er á fullu núna ad finna e-d skemmtilegt ad skoda hér, finna hvar er best ad versla og tannig... Hey og svo fann ég líka mol hér í lundi Novalund risa stórt skilst mér.

Eftir páksa er svo meiningin ad skreppa yfir til Póllands.... tad er svo ódýrt ad fara med svifnökkvanum. Erum ad plana ad fara kannski í svona viku ferd. En tetta á allt eftir ad koma betur í ljós á naestu 2 vikum.
Svo er audvitad konunglega brúdkaupid í Köben í maí... ég held madur verdi ad kíkja á tad...

Jaeja verd ad hlaupa í tíma.
|

mánudagur, mars 01, 2004

Jaeja ég sit her inn i tölvustofu upp i skola.... buin ad komast ad tvi ad tad er ekki haegt ad skrifa a islensku hér... tad er allt út úr äääää åååå og tannig stöfum a tessu lyklabordi.
Allavega tá gerdum vid ekki mikid um helgina. Kíktum reyndar a kaffihús inn i Lundi á laugardagskvöldid. En núna tekur bara vid laerdómur enda próf i neastu viku... Ég er í prófum 10 og 11 mars... 5 klukkutímaprófum!!! Ég held ég verdi ad hafa med mér rasspúda og heila matartösku til ad trauka tessa 5 klukkutíma med fullri einbeitingu...Allavega verdur bara spennandi ad fara í fyrstu prófin í ödru landi...
Jaeja ég nenni ekki ad skifa lengur á tessu asnalegu tölvu..
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?