<$BlogRSDURL$>

laugardagur, janúar 31, 2004

Myndir
Ég setti inn nokkrar myndir frá matarboðinu í gær.


Jey....
Var að komast að því að ég er búin að fá styrkinn minn frá Nordplus.
|
Vinkonur
Ég eignaðist vinkonur á fimmtudagin.... eða ummm réttara sagt.... 3 stelpur í bekknum vorkenndur mér eða e-ð þannig og komu og töluðu við mig í frímó.... ég varð yfir mig ánægð (þarf ekki mikið til að gleðja mig greinilega) allavega þá spjallaði ég heilann helling við þær á sænsku... ég brosti allan hringinn það sem eftir var af tímanum...
Ég á vinkonur...... Jeyyyy
|
Allar samgöngur rastakast víða í Evrópu
Þetta las ég á mbl í vikunni eftir að mikil snjókoma í Evrópu raskaði samgöngum víðast hvar... Vitiði í Svíþjóð var engin undantekning á þessu. Hér er enginn vanur að þurfa að keyra í snjó (allavega ekki í þessum hluta Svíþjóðar).
Strætó var nátturulega allt of seinn eins og venjulega, lestunum seinkaði nátturulega líka. Strætóinn sem var fyrir framan minn strætó lenti svo í árekstri sem varð til þess að ég þurfti að labba í skólann.... það tók mig 20 mínútur í hellisnjókumu (eða er ekki í lagi að nota helli yfir snjókomu líka)
Ég er allavega búin að komast að því af hverju maður notar ekki almennings-samgöngur á Íslandi...... þessar samgöngur eru bara svo lélegarrrrr..... og það á líka við í Svíþjóð!!!
|
Jæja ég hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið... ég skal reyna að bæta úr því núna.

Matarborð í gær
Jú þetta var bara rosa gaman... við fengum að kynnast þessum "sittings" sem eru haldin hér meðal nemenda. Er þetta e-ð öðruvísi en á Íslandi??? Jú það má segja það... allavega er fólki frjálst að standa upp og syngja þegar það vill.... og það er líka alltaf að standa upp og syngja....(oftast e-r drykkjuvísur) svo syngja líka allir saman:) og svo vinnur það borð sem er háværast.... syngur mest og hæst. En þetta var mjög mikið stuð og maturinn góður.


|

föstudagur, janúar 30, 2004

Sænskt matarboð í kvöld
Jæja við erum á leið í sænskt matarboð núna að hætti stúdenta hér í bæ.... Þetta er haldið af nemendafélgai. Svaka flott... 3ja rétta máltíð, fordryggur, vín með matnum svo ball á eftir. Fyrir allt þetta borgar maður bara 180 sænskar.. (1800 kall Isk)
Jæja þá þarf maður að kára að taka sig til.
|

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Jibbí.... ég er búin að vera að gera Matlabverkefni í allan dag... og viti menn.. forritið okkar keyrði að lokum:) ótrúleg gleði. Ég er að vinna í 3 manna hóp, ítölsk stelpa og sænskur strákur, þetta eru mjög fínir krakkar... reyndar eru þau bæði komin mikið lengra en ég og á leið í doktorsnám, en ég læri bara meira á því.

Mamma kom í gær
Mamma kom í heimsókn til okkar í gær.... byrjaði reyndar ekki vel hjá henni, lestin sem hún var í bilaði í Kaupmannahöfn og því tók það hana 1 1/2 tíma að komast til okkar (ætti að taka 30 mín). Við elduðum fyrir mömmu, horfðum svo á Dani rústa Rússum á EM.

Þorrablót í Köben 7. feb
Við Sindri og Edda erum búin að pannta miða á Þorrablót í Köben eftir eina og hálfa viku. Ég hef trú á því að þetta verði svaka stuð.... Ætlum að fara snemma til Köben (kannski bara á föstudeginum) og spóka okkur aðeins í Kóngsins Köben, maður verður nú að kíkja á Stikið og Litlu hafmeyjuna og sonna.

Skólinn
Það er rosalega mikið að gera hjá mér í skólanum.... Á að skila Matlabverkefni á föst, öðru stóru varmaskiptaverkefni á mánudaginn, reikna fullt af dæmum... og fullt fleira.... ég skil ekki þá sem sögðu að maður kynntist loksins hvernig væri að eiga líf samhliða háskólanámi þegar út í heim væri komið.... það er jafnvel bara meira að gera hjá mér en heima, allavega er ég alltaf að læra, svo er líka mikið meiri tímasókn hjá mér en var í HÍ.
Jæja en stelpur í USA ég er að byrja í verklegu eins og þið í næstu viku, spennandi að sjá hvernig það verður, ég er allevega búin að skrá mig í e-n vinnuhóp!!!! Er eini útlendingurinn í þessum tíma því þekkjast allir rosa vel (svona bekkur eins og á 3. árið V&I) soldið erfitt að koma einn inn í svoleiðis hóp:(

Jæja Big Brother að byrja... (þessi þáttur hefur slegið öll áhorsmet í Svíaríki), maður verður að horfa á þetta til að vera innnn.
(Pælið í ódýru sjónvarpsefni.... 12 manns sem búa í húsi sem er allt út úr myndavélum, svo er myndað allan sólahringinn... þetta horfir maður á!!!!)
|

mánudagur, janúar 26, 2004

Mamma kemur á morgun
Mamma ætlar að kíkja í heimsókn til okkar annað kvöld. Hún er nebblega að vinna í Köben núna. Það verður fyrsta heimsóknin sem við fáum í litlu íbúðina okkar
|
Af hverju er þetta svona erfitt!!!
Jæja núna var verið að setja fyrir fyrsta stóra verkefnið hjá mér... það er á sænsku.... semsagt eftir að fara sletti tími í það að lesa gegnum þetta allt. Svíjarnir nota nebblega allt aðra bókstafi í sínum fræðum en gengur og gerist í raungreinaheiminum... (samt ekki algilt, helst í varmafræðinni sem aðrir bókstafir eru notaðir) Núna þarf ég semsagt að lesa allt á ensku, lesa það aftur á sænsku til að para saman réttar breytur, hugsa svo á íslensku... ég held ég verði að fara að ákveða eitt tungumál til að nota. Örugglega best að velja má innfæddra. Enda svo á því að leysa þetta blessaða verkefni.

Ég var í tíma í dag, það eru 2 kennarar sem kenna þetta fag, kona (amma) og karl (afi). Mér finnst fínt að vera í tíma hjá konunni, skil næstum allt sem hún segir (hún tala skiljanlega sænsku) en svo kennir kallinn alltaf seinni tímann og þá skil ég ekki baun.... hann talar ótrúlega óskýrt, hratt, mumlar svolítið (soldið eins og afi í kóp, hehe) og svo finnst honum líka ótrúlega gamana að tala við mig á sænsku....talaði e-n helling um Geysir við mig í dag, (hann var að tala um goshvera í tíma). Hann er samt voða góður, búinn að bjóða mér að koma og fá aðstoð þegar ég vil:)
|

laugardagur, janúar 24, 2004

Partý í gær!
Við fórum í risapartý í gærkvöldi. Partýið var haldið fyrir alla þá skiptinema sem komu í skólann núna, þ.e. okkur og 500 aðra. Okkur var samt sagt að það væru ekki svo margir núna, á haustin koma 800-1000 skiptinemar í skólann. Soldið stór skóli, það eru nú líka 38 þúsund manns í skólanum.
Allavega var rosa gaman... það var fólk frá öllum heiminum, klæðnaður eftir tísku hvers lands og hártíska eftir tísku hvers lands. Greinilegt að það er í tísku sumstaðar að vera í leðurbuxum sem eru víðar á rassinum og svo niðurmjóar eða með bleikt hár.... en það skiptir ekki máli hvernig maður er því það þekkir enginn neinn hér og fólk er bara að reyna að hafa gaman...

Mest allur dagurinn í dag er búin að fara í lærdóm enda nog að gera hér. Varmaflutningsfærði jibbiiiii. Já og þið krakkar úr HÍ sem lesið þetta... ég var að spá hvort þið væruð með íslenskar glósur á tölvutæku (eða dæmi) er nebblegea með sömu bók og þið. Getur örugglega hjálpað mikið að fá smá innblástur á íslensku í þessum fræðum.
|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Læra, læra og læra
Jæja þá er þetta byrjað á fullu.... sitjum hér heima í sitt hvoru herberginu að læra.
Ég er að lesa hermun í Matlab... mjög áhugavert verð ég að segja.
Í dag fór ég í dæmatíma í Energiteknik, kennarinn vildi endilega að ég mætti til að kynnast krökkunum. Mér leið eins og illagerðum hlut í tímanum... að sjálfsögðu var eingöngu töluð sænska, dæmin eru á sænsku og bókin líka (enska bókin er ekki enn komin, nemendur hér þurfa ekki að lesa ensku bókina svo það þarf að sérpannta hana fyrir svona sérvitringa eins og mig sem vilja heldur lesa námsbók en e-n úrdrátt á sænsku). Ég held ég sleppi bara að mæta í þessa dæmatíma, reyni bara að lesa þetta sjálf og svo fæ ég nú líka lausnir af öllum dæmunum á föstudögum.

Jæja ég ætla að klára þessa Matlabæfingu.
Hej då.
|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ég er Matlab NÖRD
Komst að því í dag að ég er bara Matlab snillingur... kunni allaveag ótrúlega mikið...
Námið hérna virkar sko aðeins öðurvísi en heima. Hér fær maður kennslu í Matlab en þarf ekki að eyða heilu nóttunum í að leysa einstök verkefni, eða bara finna út hvað á að gera. Núna er ég með kennslubók og geri æfingar og kennarinn er inn í stofu til að hjálpa okkur, svo summerum við upp allt sem við lærðum í 3 stórum verkefnum sem endar með kynningu.
Edda, Vicks það hefði verið munur að hafa þetta svona í Tölulegri, þá hefði maður losnað við margar vökunætur!!!
|
Var ég búin að nefna það að strætóarnir eru alltaf og seinri hérna... svona 5 til 10 mínútum. Getur verið alvega óþolandi. Lestirnar eru líka stundum of seinar. Lestin okkar var til dæmist 15 mínútum of sein áðan. Það er samt svolítið merkilegt að lestirnar sem Sindri tekur eru oft á undan áætlun sem veldur því að hann missir bara af þeim.........
Sindri: "Já en Kristín það var enn 1 mínúta þangað til að lestin átti að koma"
Kristín: "Hvaða klukku leist þú á??? Klukkuna inn í eldhúsi þegar þú áttir eftir að klæða þig í skóna og úlpun??"
Sindri: "Já!"
|
Langur dagur að líða undir lok
Í morgun mætti ég í skólann (klukkan 7:50!!!) og vissi ekki baun í bala hvar fyrirlesturinn var... labbaði á allar skrifstofurnar (húsið er á 5 hæðum svo þær eru margar) og spurði en enginn vissi, fór yfir í næsta hús og þar var enginn við. Að sjálfsögðu missti ég af fyrirlestri... það var semsagt algjör óþarfi að vakna fyrir 7, dýrmætum svefni fórnað. En ég fann að lokum stofuna sem ég átti að vera í og gat því mætt í tíma eftir hádegi

|

þriðjudagur, janúar 20, 2004

IKEA ferð í gær
Við skelltum okkur í IKEA í gær og kláruðum að kaupa það sem vantaði... Var ég búin að minnast á það að IKEA er á stærð við Smáralind hér..... og á 2 hæðum. Nei kannski ekki alveg svo stórt en allavega á 2 hæðum og svona 3 sinnum stærra en heima á Íslandi. Við vorum 3 tíma að labba gengnum búðina og vorum samt að reyna að drífa okkur!!!!

Allavega þá tókum við nokkrar myndir af íbúðinni sem eru hér til hliðar... þá sjáiði hvað við keyptum. Ef þið skoðið myndirnar vel þá verður ykkur fljótlega ljóst að þetta er ein stór IKEA aulýsing.... enda búum við í IKEA veldi!!!
|
Konukennarar um 60
Ég er búin að mæta í 2 fög af 3 núna og í báðum fögunum eru kennararnir konur sem eru eins og amma...
e-ð sem maður þekkir ekki að heiman. Merkilegt!
|
Mætti í varmaflutningsfræði í morgun... svo tilkynnti kennarinn mér í frímó að ég gæti tekið þennan kúrs á ensku, það eru svo margir skiptinemar sem eru í þessum kúrs að dæmatímakennarinn tekur að sér að messa yfir okkur á ensku:) mikill léttir. Ég held það sé nogu erfitt að læra varmaflutningsfræði og ekki batnar það að hafa allt á sænsku.
Það er nebblega annsi merkilegt hér, krakkarnir virðast ekki þurfa að eiga bækurnar heldur kaupa bara e-ð hefti sem er úrdráttur úr kennslubókinni á sænksu!!! En ég fæ bara að hafa þetta á gamla íslenska mátan kaupi bara mína bók og læri þetta eins og heima.
|

mánudagur, janúar 19, 2004

Fyrsti skóladagurinn liðinn
Jæja þá er þetta byrjað á fullu.... Mætti reddy í morgun, svo byrjaði þetta.... allt á sænsku!!!! Fyrirlesturinn gekk alveg ágætlega, skildi svona flest, reyndar þá kunni ég ekki shit í efninu sem var verið að fara í en okey það reddast örugglega. Svo mætti ég í dæmatíma (annsi undarlegan), krakkarnir eru ekki búin að reikna fyrir dæmatíma hér heldur mæta í tíma til að reikna og kennarinn labbar á milli til að hjálpa. Virkar annsi easy!!! jæja ég ælta ekki að gagrýna neitt, þetta ætti bara að vera auðveldara fyrir mig. Það eru sko 6 dæmatímar á viku (6 klukkutímar) því ætti maður að geta reiknað allt með kennara standandi yfir sér.


|

sunnudagur, janúar 18, 2004

Akademiska korterið í Svíþjóð
Merkilegt nokkuð hér í Svíaveldi að þeir reikna alltaf með þessu akademiska korteri. Því er það þannig að á stundatöflunni minni stendur að tími byrji klukkan 8:00 en nei það er ekki rétt... heldur byrjar hann klukkan 8:15. Maður á semsagt alltaf að mæta korteri eftir auglýstan tíma hér í Svíþjóð. Mjög merkilegt..... þetta var meira segja tekið fyrir á fundi fyrir skiptinema... okkur var sagt að fundir, tímar, og bara flest allt byrji korteri eftir auglýstan tíma.

Ætli strætókerfið hér vikri líka þannig.... strætóarnir eru nebblega alltaf svona 5 til 10 mín og seinir..... ótrúlega pirrandi. Það er sko engan vegin hægt að stóla þessa strætóa hér.
|
Djamm að hætti Svía
Djammið byrjaði vel, lestin okkar var 15 mínútum of sein og því misstum við af strætónum okkar og urðum því að labba heillanga leið til að finna þetta partý. Jæja en þegar við komum var klukkan rétt að verða 9 (voum allt of sein því partýið byrjaði klukkan 19:30). Við komum okkur fyrir og spjölluðum við hina en rétt rúmlega 9 kom mentorinn minn allt í einu og sagði að leigubílinn væri á leiðinni.... og við sem vorum ný komin. Jæja við fórum í leigurbílinn á e-n skemmtistað sem eitt af nemendafélögunum á.
Ennnnn voooooo þegar við komum þangað blasti við ein lengsta röð sem ég hef séð. Okkur var sagt að koma okkur í röðina strax því að það væri bara 300 mannst sem kæmust inn. Við komum á staðin um hálf 10 en það átti ekki að opna fyrr en 10 samt voru örugglega 300 mannst fyrir framan okkur (sem þýðir þá að fólk hafi veri búið að bíða þarna síðan um 9, RUGLLLLL og það var skítkallt úti)

Jæja okkur þótti þessi röð allt of löng.... hittum Danann minn Mikkel og við ákváðum að við gætm alveg farið e-ð annað sem og við gerðum með leiðsögn frá Per (svíi) . En ekki vildi betur til en að við enduðum í einkapartý með sálfræðinemum!!!!!! Stórfurðulegt fólk. En við og Mikkel og Par (svíinn okkar) skemmtum okkur samt ótrúlega vel. Einkapartýið lokaði samt klukkan 2 þá fórum við upp í LTH (hús verkfræðinga) í eftirpartý..... að sjálfsögðu vita verkfræðinemar hvernig á að djamma.... hafa vit á því að opna klukkan 2 og loka klukkan 5.

En við vorum bara nokkuð sátt við kvöldið.... búin að komast að því að það er sko hægt að djamma hérna... verðum bara að byrja aðeins fyrr en heima
Ég ætla að henda inn nokkrum myndum af kvöldinu.
|

laugardagur, janúar 17, 2004

Parý í kvöld
Í kvöld er búið að bjóða okkur í 2 partý... vinsæl ha...
Mentorgrúbban mín er búin að bjóða okkur í partý og svo voru það e-r Svíar sem við hittum á þriðjudaginn í partýinu sem buðu okkur í partý. Það verður væntalnega stemming. Leiðinni er svo heitið niður í bæ.
Það er eitt svolítið undarlegt hér, PARTÝIN BYRJA KLUKKAN 19:30. Þetta þekkir maður ekki heima á klakanum.... svo fara allir heim úr bænum um 2 leitið.... (en það er immitt um það leiti sem maður er að drösla sér í bæinn á klakanum)
En ég býst við að það verði stuð hjá okkur...verðum semsagt bæði að djamma með Svíum og útlendingum sem ætti að vera nokkuð góð blanda til að kynnast djamminu hér.

|
Svíar rétt mörðu okkur.
Frekar fúlt maður...
Það var samt ótrúlega gaman í höllinni. Stemmingin var fín, allavega þegar Svíþjóð var með boltann. Við og hinir Íslendingarnri reyndum að gera okkar besta þegar Ísland var með boltann.
Við sátum beint fyrir aftan markið.... það má segja að því hafi fylgt bæði kostir og gallar!! Við þurftum að horfa í gegnum e-ð grænt net allan tíman sem gerðu augun soldið rugluð. En mér fannst mjög gaman að sjá átökin á línunni svona í beinni!!! ég hef aldrei séð þetta svona vel áður, en þetta var víst ekkert nýtt fyrir Sindra..
|

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Sindri er algjör snillingur
Við vorum rétt í þessu að borða (reyndar borðaði ég ekki mikið) þann versta mat sem við höfum eldað.... Sindri átti sökina á því. Við keyptum kjúklingabringur og vorum að dunda við að fylla þær og búa til dýrindis gums úr grænmeti. Sindri fékk það hlutverk að krydda bringurnar en skyndilega datt lokið af kryddinu hjá honum!!!!!!!! Þar af leiðandi tæmdist kryddbaukurinn yfir kjúklingabringurnar okkar!!!! Maturinn var ógeðslegur og fór í ruslið. Bragðlaukarnir mínir eru bilaðir!!!!


|
Búin að laga þetta Haukur minn....
Þú skilur bara ekki að þeir öftustu verða fremstir... það er alltaf solleiðis
|
Miljailocis erkänner dråp men inte moed!!
Jújú að sjálfsögðu hljómar þetta út um allt núna. Ég held að réttarhöldunum sé sjónavarpð á morgnana en þá er ég í sænsku svo ég læt mér nægja að lesa þetta í blöðunum.

En núna er skólinn minn kominn á hreint. Samt hef ég ekki náð neinu sambandi við prófessórana heima.... þeir svara ekki mailunum mínu. Allavega þá er ég komin með stundatöflu......ég er alltaf í skólanum. Ég er alla daga frá klukkan 8 til 4 og er bara með eitt klukkutíma gat á þriðjudögum. En reyndar er mikið verklegt í tölvum því vona ég að heimalærdómurinn verði minni fyrir vikið.
Ég er líka komin með aðgangskort... þ.a núna hef ég aðgang af öllum húsum efnafræði og efnaverkfærði 24 tíma sólahrings 7 daga vikunnar.

Annars er ég orðinn mesti proffinn í sænsku. Geðveikt góð... get bara spjallað við krakkana í bekknum mínum á minni skandinavísku:)

Jæja meira seinna
Hej då

|

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Landsleikur Ísland-Svíþjóð
Að sjálfsögðu erum við búin að festa kaup á miðum á landsleikinn sem er á föstudaginn klukkan 7. Það verður hörku stuð!!!!
ÁFRAM ÍSLAND.... ÁFRAM ÍSLAND.... ÁFRAM ÍSLAND
|
Fréttir frá þriðjudegi
Egill og Siggi, þetta er langt en það er bara því það hefur svo mikið gerst hérna.

NÖRDIÐ ÉG
Dagurinn byrjaði á því að ég mætti í sænskutíma. Var í bekk með fullt af Þýskurum, Svissuru, Tékklendingi og Hollendingum. Það var voða gaman að hitta alla þarna, allir að spjalla saman áður en tíminn byrjaði. Svo byrjaði tíminn... Kennarinn talaði bara sænsku (sem mér fannst fínt) og krakkarnir sem vorum með mér í bekk skildu ekki rass... það fór t.d. hálftími í það að fatta hvað "hovedstad" var... ég verð að viðurkenna að mér leið eins og mesta NÖRDINU þarna, gat alltaf svarað spurningum og þannig. Svo komst kennarinn að því að ég var frá Íslandi, hún bauð mér þá að fara upp um bekk.....(NÖRD!!!!!) fara í Skandinavíu-bakk, jú að sjálfsögðu þáði ég það. Ég fór eftir frímó...
Ummmmm þetta var soldið stórt stökk........ Í bekknum voru 4 danir og svo ég. Þau töluðu og töluðu og spurðu mig svo og jammmmm. En allavega þá fannst mér þetta samt rosalega gaman. Ég gat ekki talað mikið en skildi nánast allt:) Svo fór kennarinn með okkur inn í e-d herbergi þar sem ég fekk heyrnartól og talaði svo inn á band og hlustaði svo á sjálfan mig tala... mjög sniðugt.

Kynningarfundur
Svíar eru svo skipulagðir... þeir voru að sálfsögðu með kynningarfund fyrir skiptinema þar sem farið var í gegnum allt sem við þurfum að gera og við hverja við eigum að tala ef e-ð bjátar á. Þetta var mjög ganglegt. Eftir fundinn voru svo nemendafélögin í skólanum með kynningarbása (þau eru 13), þá hitti maður fólk og spjallaði. Núna er bara að velja sér nemendafélag til að vera í, þá fær maður fullt af ódýrum bjór, frítt inn á skemmtistaði, böll, matarboð, tónleika og margt margt fleira.

Stætókerfið og Sindri áttavillti:)
Við Sindri keyptum okkur strætó og lestarkort í byrjum vikunnar og getum nú hoppað upp í hvað stærtó og lestar sem er í Lundi. Ég er reyndar ekki ánægð með þá Svía í þessum málum, þeir létu mig bíða úti í snjókomu og slabbi í gær því strætó var alltaf of seinn (ég missti líka af lestinni út af því og varð að bíða enn lengur). Eins skrítið og það er þá fór allt í kerfi hér þegar það kom smá snjór, algjörir jólasveinar sem ekki kunna að keyra í snjó.
Ég verð líka að nefna það hvað það er gaman að labba með Sindra um bæinn... hann er nebblega enn svo áttavilltur:) en það er kannski ekki skrítið því það eru öll húsin eins hérna!!!! Öll LTH húsin eru úr rauðum múrsteinum..... svo það er jú svolítið auðvelt að villast.

"It's so nice to see that there are normal people living in Iceland"
Já þetta er eitt af því sem ég fékk að heyra í gær þegar ég var að spjalla við krakkana. Það var frönsk stelpa sem sagði þetta við mig. Einn Texasbúi var viss um að við hefðum engin sumur.... stelpa frá USA hafði hitt íslenska stráka á Ítalíu, þeir voru alltaf fullir og voru berrassaðir á öllum myndum... hún spurði mig hvort þetta væri eðlilegt á Íslandi!!!!!! Hvað heldur fólk um okkur?????
Þetta voru allt samnemendur mínir í LTH sem spurðu mig að þessu þegar við vorum að spjalla saman á kynningarfundinum sem haldin var fyrir LTH nemendur seinnipartinn í gær.
Að sjálfsögðu var boðið upp á veitingar þar... ég og e-r Breti skelltum okkur að borðinu þar sem bjórinn var.... helltum full glös alsæl, en nei heyrði þetta var ekki bjór heldur síder........ hvað var málið með það!!!!!

Partýið
Við skötuhjúin fórum svo þegar kvöldaði að taka okkur til fyrir fyrsta partýið okkar.
Það byrjaði vel .... vorum búin að týna blaðinu sem sagði í hvaða götu parýtið ætti að vera.... en fórum samt niður í bæ..... röltu e-ð og viti menn ekki leið á löngu þangað til við hittum Candamenn sem voru á leið í partýið. Við fórum samferða þeim, að sjálfsögðu þótti þeim mjög merkilegt að við vorum frá Íslandi vissu ekki rass í bala um landið.
Við komumst á endanum á staðinn... þetta var risa partý, svona 200-300 manns. Fólk frá öllum heiminum. Það var mjög sniðust að labba um, það voru allir að reyna að kynnast fólki og því gat maður bara stoppað og talað við hvern sem var. Þetta var bara eins og maður ætti 300 vini allir samankomnir á einn stað og allir að spurja frétta. Ótrúlga gaman.
Ég hitti einn strák frá Canada sem er í Efnaverkfræði og meira segja með mér í 2 kúrsum. Þessi strákur og vinur hans eru mestu fan íslenskrar tónlistar sem ég hef hitt... þeir vissu allt um íslenska tónlist, eða allavega mikið meira en ég (þarf kannski ekki að vita mikið). En allavega þá lofuðum við að vera í bandi við þá til að geta hjálpað þeim að finna heimasíður og þannig með íslenskri tónlist.

En þett var ótrúlega gaman.... Allir að undrast á þessu landi Ísland, hvað við erum fá, hvort fólkið á Íslandi búi í snjóhúsum, hvort við ökum um á hundasleðum, hversvegna við værum í tískufötum, hversvegna í ósköpunum við hefðum okkar eigið tungumál svona fá... og margt fleira.

Jæja held að þetta sé orðið gott, efast um að einhver nenni að lesa þetta allt!!!!

|
Viðburðaríkur dagur!!!
Jæja við vorum að koma heim úr fyrsta parýinu okkar hér.... þetta var svona skiptinemapartý og það var mjög gaman... hittum fullt af krökkum alls staðar að.... Ástralíu, Ísrael, Finnladi, Danmörku, Austuríki, Frakklandi, Canada, USA, Sviss, Spáni, Þýskalandi.... og fullt af fleiri löndum.

En nú er klukkan orðin svo mikið og ég er búin að vera á fullu frá því ég fór í sænskukúrsinn minn klukkan 9 í morgun... ég skrifa meir um allt sem ég hef gert í dag á morgun, það er sko fullt sem ég hef séð og heyrt í dag.... svo
Heyrumst á morgun.

|

mánudagur, janúar 12, 2004

Myndir af hverfniu okkar.
Jæja núna erum við búin að taka nokkrar myndir af hverfinu okkar og setja inn á netið. Við eigum heima í rauðu húsi með hvítum gluggum, það sést nokkrum sinnum á myndunum.
Allir sem skoða myndirnar spurja hvort við séum ein hérna!!! Í raun erum við næstum ein. Við verðum allavega voða lítið vör við fólk hérna í bænum okkar, Jakri. Ef maður sér fólk þá er það bara að fara inn í næsta hús. Hef ekki hugmynd um hvar allt fólkið dvelur. Veit bara að það eru milli 3 og 400 íbúðir í útleigu hérna og því ættu að búa e-ð yfir 1000 manns hérna!!!! Kannski er fólk bara enn í jólafríi út á landi.

Annars byrjar allt á morgun. Byrja klukkan 9 í sænsku, fer svo á e-n kynningarfund sem nemendafélögin eru með (upplýsingar um bestu partýin!), fer svo á annan kynningarfund í LHT (skólanum mínum) og enda svo daginn á að fara í partý.... Jibbí fyrsta partýið okkar hér.

Læt ykkur vita hvernig þetta fer allt saman hjá mér á morgun.

|

sunnudagur, janúar 11, 2004

Þetta er eins og Matlab!!!!
oh mæ gad.. eg er búin að vera að reyna að koma þessari bloggsíðu í lag, þetta mynnir ótrúlega mikið á Matlab. Lesa í gegnum kóða á eftir kóða.... hvar er villan, af hverju virkar þetta ekki núna, hvað gerist ef ég breyti þessu. Það er kannski eins gott að ég byrji að venja mig við þetta, er að fara í e-n Matlabkúrs núna:|

En ég er búin að komast að því að mamma á besta þurrkara í heimi... minn þurkar þvottinn á svona 2 tímum en mömmu á 50 mín!!!

Eins er ég búin að komast að því að ég hlýt að vera lítil á Sænskan mælikvarð (þrátt fyrir að þeir séu álíka háir og ég). Ég þarf að standa upp á stól til að komast upp í alla skápana í íbúðinni, til að hengja á fataslána í skápnum mínum og til að koma hlutum fyrir í eldhúsinu. Skil þetta ekki alveg!!

Einhver sagði mér að Svíar væru svo lokað fólk, tali ekki við mann að fyrrabragði nema þeir séu búnir að þekkja mann minnst 2 ár.
Það er ekki mín reynsa enn sem komið er. Mér finnst Svíar vera kurteisir og hjápsamir. Þeir stoppa til að spyrja hvort þeir geti vísað manni veginn (þegar við stöndum og klórum okkur í hausnum yfir kortinu), koma alltaf til að bjóða hjálp sína í búðum (s.s IKEA, H&M), leiðbeina manni á lestarstöðum og strætó óumbeðnir og brosa/heilsa alltaf þegar maður mætir þeim.

Jæja afslöppunardagur í dag, lesa, horfa á TV og klára að ganga frá fötum í skápa.
|

laugardagur, janúar 10, 2004

Hey alle hubba!!!
Jæja núna er ég búin að skoða Malmö. Malmö er bara nokkuð skemmtileg borg. Í henni búa 300 þúsund manns og er verlsunarhverfið eftir því..... Semsat STORT!!!!! allavega nog hægt að versla:) búin að kynna mér það...
Ég skellti mér auðvitað í H&M... nærfatadeildin er æðisleg þar. Ég keypti 3 brjóstahaldara og einn bol sem er ekki frásögu færandi nema hvað þetta allt kostaði aðeins 300 sænskar (3000 ísl). Ekki skil ég hvað við Íslendingar erum að gera þegar við verslum á íslandi við erum klikkuð, ég held ég hætti bara að versla á Íslandi!!!

Annars er lítið um að vera hjá okkur Sindra núna... erum bara að bíða eftir að skólinn byrji. Förum á e-n arrival dag á mánudaginn þar sem maður mætir í nemendafélagshúsið og er hjálpað í gegnum alla pappírsvinnu (sem er ekkert nema sniðugt því það er svo mikið sem maður þarf að fylla út) þá hittum við líka Mentorana okkar sem verða "vinir okkar" til að byrja með og hjálpa okkur með allt sem NAUÐSYNLEGT er vita s.s. öll partýin, bjórkvöldin, galaböllin.

Ég ætla að reyna að koma nokkrum myndum inn í kvöld.

|
Svíar eru snillingar
Við fórum í gær og athuguðum með gymmið.... vitiði hvað??? Árskort hér í gymmið kostar 1350 kall sænskar og svo endurgreiða þeir manni 1000 kall ef maður er duglegur að nota það. Því kostar árskort hér aðeins 350 kall sænskar ( 3500 kr isl). Ríkið tók upp á því að reyna að fækka veikindadögum almennings þar sem þeir voru e-ð margir og því reyna þeir að koma fókli í gymmið með þessari leið. Algjör snillid....

Annars er ætlum við að skoða Malmö í dag. Sjá hvað er á útsölum þar:) Maður þar víst að geta sagt fólki hvar best sé að versla þegar það kemur að heimsækja mann.
|

föstudagur, janúar 09, 2004

Jæja loksins komin með bloggsíðu!!!!
Kominn tími til að maður setji upp svona síðu....

En ég er hér stödd í Hjarup í Svíþjóð og líst svona líka vel á allt hérna. Skólinn lítur bara vel út, íbúðin er frábær og í frábæru hverfi. Við erum búin að fara í IKEA og mubblera okkur upp og ná í allt dótið okkar á flugvöllinn í Köben (vorum sannir Íslendingar/Svíar og keyptum fullt af bjór þar því hann er jú svo mikið ódýrari í DK en hér).
Frekari frétta frá Svíaveldi er að vænta á næstunni.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?