<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 07, 2005

Flutt heim 

Ég er flutt til Íslands og því mun ég nú hætta þessu bloggi. Ég er enn með sama símanúmer og áður en er flutt í Kópavoginn aftur.... það er gott að búa í Kópavogi;)
Bíð eftir að hitta alla, konur og kalla.

Med vanlig hälsningar,
Kristín Vala
|

fimmtudagur, maí 26, 2005

Smá blogg!! 

Jæja það hefur sko verið mikið að gera hjá mér undanfarið. En í stuttu máli sagt, þá kom mamma eina helgi að hjálpa mér að pakka og svo kom Sindri hingað um hvítasunnuhelgina og við kláruðum að pakka öllu niður, ég flutti svo inn í Lund til Ingu Rutar og bý þar núna í góðu yfirlæti. Dótið okkar fer svo á stað til Íslands í dag:) Já það er bara að koma að þessu. Ég á bara eitt próf eftir sem er á miðvikudaginn og stefni á að setjast upp í flugvél að því loknu og koma mér heim til Sindra. Er farin að hlakka heldur mikið til. Mest hlakka ég samt til að flytja í nýju íbúðina okkar sem við keyptum um daginn í Galtalindinni. En hana fáum við immitt afhenta 4. júní....

Annars er fullt prógram þangað til ég fer heim, kór-grill-partý á morgun, Jagúar eru svo hér í Lundi á laugardaginn, sögusagnir segja líka að Haukur nokkur líffræðingur sé á svæðinu og svo þarf ég að sjálfsögðu að læra aðeins fyrir þetta síðasta próf mitt í skólagöngu minni, ja allavega til þess að það verði það síðast!!
|

sunnudagur, maí 01, 2005

Kveðjustund!! 

Var að koma inn eftir að hafa kvatt Sindra og Siggu út á lestarstöð. Já hann Sindri fékk nebblega vinnu hjá eingfjárfestingum Landsbankans í síðustu viku. Hann á að byrja á morgun og því skellti hann sér út til mín á þriðjudaginn. Mikið gaman og mikið gott fyrir mig;) Kallinn varð að fata sig upp fyrir þetta fína djobb... enda voru keypt jakkaföt (í fleirtölu), skyrtur og bindi. Hann ætti að verða rosa fínn núna. En nú er ég aftur orðin ein:( en samt ekki lengi þar sem mamma ætlar að kíkja á mig um næstu helgi og svo kemur Sindri um hvítasunnuna að hjálpa mér að pakka. Þetta ævintýri okkar hérna í Lundi er bara senn á enda!!!

En við erum nú búin að gera margt sniðugt þessa daga sem þau mæðgin voru hjá mér. Fyrst og fremst fékk ég nú heitan mat á hverjum degi og grill í þokkabót, hefur farið lítið fyrir solleiðis undanfarið. En við skellutm okkur svo til Köben á föstudaginn, röltum um Stikið, fórum í Sívalaturninn, kíktum í Kristjaníu og enduðum á því að fara í long night shopping í Fields. Vá hvað var mikið af fólki þar... en við náðum nú að versla aðeins.
Í gær var svo Sist í april hér í Lundi, en þá safnast immit hátt í 20.000 manns í Stadsparken og pick nicka saman. Við fórum með Siggu tengdó þangað að sýna henni fjöldann og hittum svo Íslendingana og sátum með þeim í pick nicki fram eftir degi. Í gærkvöldi grilluðum við svo eins og hálf Svíþjóð og tókum því svo rólega. Tíminn líður allt of hratt þegar maður er með félagsskap og nú sit ég aftur ein í kotinu. Held ég ætti að nýta tímann í það að læra!
|

laugardagur, apríl 23, 2005

Lélegur bloggari maður. Jæja en það er sko búið að vera nog að gera hjá mér. Rosalega mikið að gera í skólanum enda er ég flesta daga frá 8-6 þar uppfrá. Var samt í fríi fyrirhádegi í gær, vaknaði snemma.... setti Sex and the City í spilarann og settist á mitt stofugólfið að vaxa á mér lappirnar... held ég hefði ekki geta verið meiri stelpa í mér, vantaði reyndar súkkulaðið:)
Svo voru Hjálmar í Malmö í gær. Fékk Ásu, Fjalar, Ingu Rut og Önnu Siggu í mat áður en við héldum á tónleikana. Meirihluti áhorfenda voru að sjálfsögðu Íslendingar frá Lundi, Malmö og Köben... veit ekki hvort það hafi verið einhverjir Svíar þarna aðrir en þeir sem tóku að sér að sýna glímu á miðju dansgólfinu áður en Hjálmar stigu á svið. En Hjálmar voru góðir og náðu upp mikilli stemmingu í húsið. Kaupmannahafnarbúar voru mest áberandi í húsinu enda rúllandi um ofurölvi. Við krakkarnir héldum svo bara heim að tónleikunum loknum..... fórum í dýrustu leigubílaferð sem ég hef farið í síðan ég flutti hingað.

En einvera mín er á enda í bili allavega. Reyndar er ég ekki að fá hann Sindra minn en hans staðgengill, Sigga tengdó, er á leiðinni hingað í næstu viku. Svo er mamma líka að spá í að kíkja á mig. Það verður hressandi að fá smá félagskap og einhvern til að borða með kvöldmat og sonna. Jæja en ætli það sé ekki tími til að fá sér smá kvöldmat núna.
|
Lélegur bloggari maður. Jæja en það er sko búið að vera nog að gera hjá mér. Rosalega mikið að gera í skólanum enda er ég flesta daga frá 8-6 þar uppfrá. Var samt í fríi fyrirhádegi í gær, vaknaði snemma.... setti Sex and the City í spilarann og settist á mitt stofugólfið að vaxa á mér lappirnar... held ég hefði ekki geta verið meiri stelpa í mér, vantaði reyndar súkkulaðið:)
Svo voru Hjálmar í Malmö í gær. Fékk Ásu, Fjalar, Ingu Rut og Önnu Siggu í mat áður en við héldum á tónleikana. Meirihluti áhorfenda voru að sjálfsögðu Íslendingar frá Lundi, Malmö og Köben... veit ekki hvort það hafi verið einhverjir Svíar þarna aðrir en þeir sem tóku að sér að sýna glímu á miðju dansgólfinu áður en Hjálmar stigu á svið. En Hjálmar voru góðir og náðu upp mikilli stemmingu í húsið. Kaupmannahafnarbúar voru mest áberandi í húsinu enda rúllandi um ofurölvi. Við krakkarnir héldum svo bara heim að tónleikunum loknum..... fórum í dýrustu leigubílaferð sem ég hef farið í síðan ég flutti hingað.

En einvera mín er á enda í bili allavega. Reyndar er ég ekki að fá hann Sindra minn en hans staðgengill, Sigga tengdó, er á leiðinni hingað í næstu viku. Svo er mamma líka að spá í að kíkja á mig. Það verður hressandi að fá smá félagskap og einhvern til að borða með kvöldmat og sonna. Jæja en ætli það sé ekki tími til að fá sér smá kvöldmat núna.
|

föstudagur, apríl 15, 2005

Sit hér upp í skóla núna ad basla í Matlab verkefni. Helvítis fylkid mitt vill bara ekki gefa mér lausn.
Vikan er búin ad vera annsi strembin hjá mér. 3 dagar í verklegu og tar af 2 frá 10-6. Ég er semsagt búin ad maeta í skólann klukkan 8 alla daga vikunnar og komin heim um 6 leitid. Ekki furda ad ég sjái hlegina í hyllingum. En tad er svosem ágaett ad tad er nóg ad gera hjá mér, leidist allavega ekki á medan.
Um seinustu helgi fór ég í glaesilegt matarbod til Ásu og Fjalars. Allir í svaka studi langt fram á nótt, endudum kvöldid á tví ad taka lagid í karókí örugglega vid mikin fögnud nágrannanna:) Sunnudagurinn var svo svona vonlaus dagur hjá mér. Greinilegt ad ég á ekki ad vaka til 4 á naeturna núna!! Hlusta betur á líkamann naest.

Á morgun aetla ég mér svo ad sofa út..... eftir tad er ferinni heitid til Malmö ad horfa á fyrsta leik Malmö stelpnanna med Ásthildi í adalhlutverki. Vid Inga Rut, Fjalar og Ása aetlum ad skella okkur saman. Eflaust svaka stud. Vona bara ad tad rigni ekki. Reyndar get ég ekki kvartad yfir vedrinu hérna í Lundi, hitinn alltaf um og yfir 15 grádunum og léttskýjad ef ekki sól. Algjört drauma vorvedur, verst ad turfa ad hanga inni í lab-stofunni allan daginn.

En núna er garnirnar farnar ad gaula annsi hátt, spurning ad fara ad sinna teim adeins og kaupa e-d gott fyrir taer.
Leiter
|

laugardagur, apríl 09, 2005

Mætt á svæðið á ný 

Hæ hó, ég er nú ekki alveg dáin en er mætt aftur til Lundar eftir stutta heimsókn til Íslands. Reyndar er ég nú ein í kotinu þar sem ég skildi betri helminginn eftir á klakanum til að ganga frá hinum ýmsu málum. En það er nú helst að frétta af okkur að við erum að flytjast upp á klakann aftur. Ég verð mætt þangað 1 vikuna í júní en þá verð ég búin að klára allar kúrsana við sem ég þarf að taka við LTH og fleiri til reyndar. Ég er líka svo heppin að vera komin með mastersverkefni heima undir leiðsögn Þorsteins Inga Sigfússonar vetnisfrömuðar. Verkefnið mitt felst í að framleiða vetni út H2S sem streymir upp sem jarðgas frá borholunum. Ég mun svo leitast eftir að búa til continuous ferli fyrir þetta. Hljómar bara spennandi finnst mér. En ég mun semsagt byrja á þessu um leið og ég kem heim.
Sindri er semsagt heima núna að vinna í vinnumálum hjá sér. Vonandi fer það allt að skýrast en kallinn er immit búinn með skólann og bara að verða meistari. Sko kallinn.
Hjá mér er hinsvegar allt á fullu núna í skólanum, en þetta fer nú að styttast og horfi ég með mikilli tilhlökkun til jólanna sem munu verða próflaus í fyrsta sinn síðan ég bara man ekki hvenær. Plön um konfekt, piparköku og almennan bakstur heyrast títt hér á bæ.

Annars er ég á leið í matarboð í kvöld til Ásu og Fjalars. Það verður eflaust rosa stuð. Annars einkennist helgin mín af því að skrifa ritgerð fyrir ensku um vetni sem framtíðar eldsneyti. Vandinn er sá að ég á að skrifa þetta á fræðimáli en samt þannig að amma mín skilji þetta!! Smá kúnst en bara góð æfing í því.
|

sunnudagur, mars 20, 2005

Takktakk 

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar allir. Ég fékk ófáar kveðjurnar, alltaf gaman að fá svona kveðjur að heiman. Takk fyrir mig:)

Annars ætla ég að tilkynna það hér með að von er á okkur Lundarbúum þann 31. mars heim á klakann. Við munum dvelja þar og heilsa upp á vini og ættingja og sinna erindum til 6. apríl. Hlakka til að hitta ykkur.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?